XVI.

Og eg heyrða rödd mikla segja til þeirra sjö englanna: „Farið burt og úthellið þeim skálum Guðs reiði á jörðina.“

Og hinn fyrsti gekk burt og hellti út sinni skál á jörðina. og þar urðu ill kaun og skaðsöm á mönnum þeim eð auðkenningarmerki dýrsins höfðu og þeir sem þess mynd tilbáðu.

Og sá annar engill hellti út sinni skálu í sjóinn og hann varð blóð líka sem annars dauðingja og öll lifandi sál deyði í sjónum.

Og hinn þriðji engill hellti út sinni skálu í vötnin og í vatsbrunnana og þau urðu blóð. Og eg heyrða þann engil segja: „Þú Drottinn, sá sem ert og sá sem vart, þú ert réttlátur og heilagur það þú dæmdir þetta. Því að þeir úthelltu blóði heilagra og spámannanna og blóð hefur þú gefið þeim að drekka því þess eru þeir verðugir.“ Og eg heyrða annan engil af altarinu segja: „Já, Drottinn almáttugur, sannir og réttvísir eru þínir dómar.“

Og hinn fjórði engill hellti út sinni skálu í sólina og honum varð gefið af hita að kvelja mennina með eldi. Og mönnunum varð heitt af miklum ofurhita og löstuðu nafn Drottins, sá er magt hefur yfir þessar plágur, og gjörðu öngva yfirbót honum dýrð að gefa.

Og hinn fimmti engill hellti út sinni skálu yfir sæti dýrsins og þess ríki varð formyrkvað. Og af sorg í sundurbitu þeir sínar tungur og löstuðu Guð á himni af sorgum og af sínum kaunum og gjörðu öngva yfirbót fyri sín verk.

Og hinn sjötti engill hellti út sinni skálu í það mikla vatnið Euphrates og vatnið þurrkaðist svo að tilreiddur yrði vegur konunganna út af uppgöngu sólarinnar. Og eg sá út af munni drekans og út af munni dýrsins og út af munni þess falska spámanns ganga þrjá órheina anda, líka [ pöddum. Og það eru andar djöfulsins. Þeir gjöra teikn og ganga út til konunga jarðarinnar og um alla heimskringlu að samansafna þeim til orustu upp á þann mikla dag Guðs almáttugs. „Sjá, eg kem sem þjófur. Sæll er sá sem vakir og varðveitir sín klæði svo að hann gangi eigi nakinn so að ei sjáist hans ósómi.“ Og hann samansafnaði þeim í þann stað sem kallast á ebresku [ Harmageddón.

Og sá sjöundi engill hellti út sinni skálu í veðrið. Og þar gekk út rödd af himni úr stólnum sem sagði: „Það er skeð.“ Og þar urðu raddir og reiðarþrumur og eldingar og þar varð mikill jarðskjálfti, hvílíkur að aldrei varð upp frá því að menn hafa á jörðu verið, þvílíkur jarðskjálfti so mikill. Og út af þeirri hinni miklu borg urðu þrjár deildir og borgir heiðinna þjóða hröpuðu. Og hin mikla Babýlon varð hugleidd fyrir Guði henni að gefa kaleik vínsins hans grimmdarreiði. Og allar eyjar flýðu og engin fjöll urðu fundin. Og hagl stórt sem pund féll af himni á fólkið og mennirnir löstuðu Guð fyir sakir plágu haglsins því að þess plága var næsta mikil.