Abraham flutti sig þaðan í suðurátt landsins og setti bústað sinn á millum Kades og Súr og varð [ útlendingur í Gerar og sagði um sína kvinnu Sara: „Hún er mín systir.“ [ Þá sendi Abímelek kóngurinn af Gerar boð eftir henni og lét sækja hana.

En Guð kom um nótt til Abímelek í draumi og sagði til hans: „Sjá þú, þú skalt deyja vegna þeirrar kvinnu sem þú hefur tekið, því hún á sér mann.“ [ En Abímelek hafði ekki snert hana. Hann sagði: „Drottinn, viltu þá slá réttlátt fólk í hel? Hefur hann ekki sjálfur sagt mér að hún væri sín systir? Hún hefur og sagt að hann væri sinn bróðir. Eg gjörða þetta af einföldu hjarta og með saklausum höndum.“

Og Drottinn sagði til hans í svefni: „Eg veit að þú gjörðir það af einföldu hjarta. Þar fyrir hef eg varðveitt þig so þú misgjörðir ekki við mig og ei leyfða eg þér að snerta hana. So fá nú manninum sína kvinnu aftur, því hann er spámaður, og lát hann biðja fyrir þér og muntu lifa. [ En ef þú fær honum hana ekki aftur þá skaltu vita að þú munt vissulega deyja og allt það þitt er.“

Abímelek reis upp árla og kallaði saman alla sína þénara og talaði öll þessi orð fyrir þeirra eyrum og fólkið varð mjög óttaslegið. En Abímelek kallaði á Abraham og sagði til hans: „Því hefur þú gjört oss þetta? Hvað hefi eg misgjört við þig að þú vildir leiða slíkan glæo yfir mig og mitt ríki? Ekki hefur þú breytt við mig eftir því sem þér bar.“ Og Abímelek ávítaði enn framar Abraham og sagði: „Hvað sástu í því að þú gjörðir þetta?“

Abraham svaraði: „Eg hugsaði með mér: Ske má að ei sé Guðs ótti í þessum stað og kann vera að þeir slái mig í hel vegna minnar kvinnu. [ Hún er þó í sannleika mín systir, því hún er míns föðurs dóttir, en ei minnar móður dóttir, og er orðin mín eiginkvinna. En þá Guð bauð mér að ganga út af míns föðurs húsi þá sagða eg til hennar: Veit mér þá miskunn að hvar sem við komum þá segðu að eg sé þinn bróðir.“

Þá tók Abímelek naut og sauði, þræla og ambáttir og gaf það Abraham og fékk honum aftur Saram sína eiginkvinnu og sagði: „Sjá þú, mitt land stendur opið fyrir þér, þar fyrir máttu búa hvar þér best líkar.“ Og hann sagði til Sara: „Sjá þú, eg hefi gefið þínum bróður M. Silfurpeninga. Sjá, það skal vera ein hulda fyrir þínum augum, fyrir öllum þeim sem eru hjá þér og í öllum stöðum.“ Og það var hennar straff.

Og Abraham bað til Guðs og Guð læknaði Abímelek og hans kvinnu og hans ambáttir að þær fæddu börn. Því Drottinn hafði áður tillukt allan móðurlegan kvið í Abímeleks húsi fyrir sakir Saru Abrahams kvinnu.