VI.

Og Daríus út af Meden lagði það ríkið undir sig þá eð hann hafði tvo vetur um sextugt. [ Og Dario leist það vel fallið að hann setti yfir allt ríkið hundrað og tuttugu landsfóvita. En yfir þessa setti hann þrjá höfðingja. Einn af þeim var Daníel hverjum það landsfóvitarnir skyldu reikningsskap gjöra so það konungurinn hefði þar ekki þvingan út af.

En Daníel bar langt af höfðingjunum og öllum landsfóvitunum því að einn æðri andi var með honum. Þar fyrir þá huglagði konungurinn að setja hann yfir allt kóngsríkið. Hvar fyrir það höfðingjarnir og landsfóvitarnir stunduðu þar eftir hvernin þeir gætu fengið nokkra sök til Danielis sem kóngsríkinu væri á móti. En þeir gátu öngva sök né illgjörð fundið því að hann var trúr so það engin sök né misgjörð kunni að finnast meður honum. Þá sögðu þeir hinir sömu menn: „Vér munum öngva sök finna Daníeli utan alleinasta meður hans guðsdýrkan.“

Þá komu höfðingjarnir og landsfóvitarnir allir til samans fyrir konunginn og sögðu so til hans: „Herra Daríus konungur, Guð gefi þér langa lífdaga. Höfðingjarnir ríkisins, landstjórnarar, herrarnir, ráðgjafarar og allir yfirboðarar hafa ásett það ein konungleg skipan skyldi útganga og eitt strengilegt boð gjörast að hver hann í þrjátígu daga biður einshvers út af nokkrum guði eður manni utan af þér, kóngur, einum saman þá skuli sá kastaður verða í leónagröfina. Þar fyrir skulu þér og, herra konungur, staðfesta soddan boð með yðar undirskrift so að það verði ekki ónýtt gjört, eftir lögmáli þeirra af Meden og Persen hvert það enginn má dirfast að brjóta.“ Og konungurinn Daríus samþykkti og staðfesti þetta boð.

En sem Daníel fornam nú það svoddan lögmálsboð var staðfest gekk hann heim í sitt hús. En hann hafði í sínum sumarsal eitt opið vindauga í móti Jerúsalem. Og hann féll á sín kné þrisvar sinnum á deginum, baðst fyrir og þakkaði sínum Guði so sem hann var áður vanur að gjöra. Þá komu þessir menn allir til samans og fundu Danielem liggjandi á bæn og biðjandi Guð sinn. [ Og þeir gengu burt þangað og töluðu viður konunginn um það sama kóngsins boð: „Herra konungur, hefur þú ei það sama boð staðfest að hver hann í þrjátígi daga bæði einshvers hlutar af nokkrum guði eður manni utan af þér, konunginum, einum saman þá skyldi sá í leónagröfina kastaður að verða?“ Kóngurinn svaraði og sagði: „Sanndindi eru það og lög þessi í Meden og Persen skal enginn brjóta.“ Þeir svöruðu og sögðu fyrir konunginum: „Daníel hinn hertekni af Gyðingalandi skeytir hverki um þig né þitt boð það þú hefur innsett því að hann biðst fyrir þsirvar sinnum á degi.“

Þá konungurinn heyrði það varð hann hryggur við og hafði þar alla ástundan á það hann fengi frelsaði Danielem og hafði þar mikið ómak fyri allt til þess að sólin var undirgengin að hann fengi hann lausan. En þeir sömu menn komu allir samt til konungsins og sögðu til hans: „Þú veist, herra konungur, að það er lögmál í Meden og Persen að öll þau boð og bífalningar sem konungurinn sjálfur hefur úrskurðað skulin öngvum leyfast að brjóta.“ [ Þá skipaði konungurinn að leiða fram Danielem og þeir köstuðu honum í gröfina til leónanna. En konungurinn sagði til Daníels: „Þinn Guð sem þú heiðrar alla tíma hann hjálpi þér!“ Og þeir tóku einn stein, þann lögðu þeir yfir munnann grafarinnar. Þann hinn sama innsiglaði konungurinn með sínum eigin hring og meður hringum sinna vildarmanna svo það enginn gjörði Daníeli neitt til vonda. Og konungurinn gekk í burt þaðan til síns herbergis og neytti einskis og lét öngvan mat fyrir sig bera, gat og heldur ekki sofið.

Morguninn snemma þegar að dagaði stóð konungurinn upp og gekk með flýti burt til grafarinnar þar eð leónin inni voru. Og sem hann kom nær gröfinni kallaði hann á Daníel með sorglegum hljóðum. Og konungurinn sagði til Daníels: „Þú Daníel, þjónustumaður hins lifanda Guðs, hefur einnin þinn Guð hverjum þú þjónar alla tíma kunnað að frelsa þig í frá leónunum?“ En Daníel talaði við konunginn: [ „Herra konungur, Guð gefi þér langa lífdaga. Minn Guð hefur sent sinn engil hingað hver eð leónanna kverkum hefur til samans haldið so að þau hafa ekkert mein mér gjört. Því að fyrir honum eg em sakalaus fundinn, svo hefi eg og ekki neitt vont á móti þér gjört, herra konungur.“ Þá gladdist konungurinn mjög og lét draga Danielem út aftur af gröfinni. Og þeir drógu Daníel burt úr gröfinni og þar fannst ekkert sár á honum því að hann hafði treyst sínum Guði.

Þá skipaði konungurinn að framleiða þá menn sem áklagað höfðu Danielem og að kasta þeim í gröfina til leónanna meður þeirra konum og börnum. Og fyrr en þeir komu til jarðar gripu leónin þá og í sundurmuldu einnin þeirra bein.

Þá lét konungurinn Daríus öllum þjóðum, fólki og tungumálum til skrifa: „Guð gefi yður mikinn frið. Það er mín skipan það í allri veldisstjórnan míns ríkis þá skulu menn óttast og hræðast Guð Danielis. Því að hann er sá hinn lifandi Guð sem blífur eilíflegana og hans ríki er óforgengilegt og hans veldisstjórnan hefur öngvan enda. Hann er einn frelsari og nauðhjálpari og hann gjörir tákn og stórmerki bæði á himnum og á jörðu, hver eð frelsað hefur Danielem í frá leónunum.“

Og Daníel var voldugur í ríki Daríus og í ríki Cyrus af Persia.