V.

En af tímanum og stundunni, kærir bræður, er ekki þörf yður að skrifa. [ Því að þér vitið sjálfir glögglega það dagur Drottins mun koma sem þjófur um nótt. Af því nær þeir munu segja: „Þar er friður og allt utan hættu“ þá mun fordjörfunin snögg yfir þá koma líka svo sem kveinan jóðsjúkrar konu og eigi skulu þeir umflúið geta.

En þér, kærir bræður, verið ekki í myrkrinu so að sá dagur grípi yður ekki sem þjófur. [ Þér eruð allir saman ljóssins börn og dagsins börn. Vér erum eigi af nóttinni né af myrkrunum. Fyrir því látum oss eigi sofa so sem hina aðra heldur vökum og verum sparlífir. Því að þeir sem sofa þeir sofa á nóttinni og þeir sem drukknir eru þeir drekka á nóttinni. En vér sem erum dagsins skulum sparlífir vera, íklæddir brynju trúarinnar og kærleiksins og með hjálmi vonarinnar til hjálpræðisins. [

Því að Guð hefur eigi sett oss til reiði heldur það vér skyldum hjálpræðið öðlast fyrir vorn Drottin Jesúm Christum sá fyrir oss hefur dáið svo hvort að vér vökum eða sofum skulum til samans með honum lifa. Fyrir því áminni hver yðar annan innbyrðis og leiðréttið hver annan innbyrðis so sem að þér gjörið.

En vér biðjum yður, kærir bræður, það þér þekkið þá sem erfiða meðal yðar og forstöðu veita í Drottni og áminna yður að hafið þá þess kærari fyrir þeirra verks sakir og verið friðsamir við þá.

En vér biðjum yður, kærir bræður, að þér áminnið óráðvanda, huggið vesala, umlíðið breyskva, verið þolinmóðir við alla. Sjáið til að þar enginn gjaldi illt fyrir illt heldur eftirfylgið hinu góða, bæði innbyrðis og við alla. Verið jafnan glaðir. Biðjið óaflátanlega. Verið þakklátir í öllum hlutum því að það er Guðs vilji í Christo Jesú til yðar.

Andann þá kefjið ekki. Spádómana forsmáið ekki. Reynið alla hluti og bíhaldið því hvað gott er. Forðist alla vonda prýði. En sjálfur Guð friðarins helgi yður allt í gegnum og yðar andi samt sálunni og líkamanum megi algjörlega varðveittur vera, óstraffanlegur í tilkomu vors Drottins Jesú Christi. Trúr er hann sem yður kallaði, hann mun það og einnin gjöra. Kærir bræður, biðjið fyrir oss. Heilsið öllum bræðrum með heilögum kossi. Eg særi yður við Drottin að þér látið lesa þennan pistil fyrir öllum heilögum bræðrum. Náð vors Drottins Jesú Christi sé með yður. AMEN.

Til þeirra Tessalonicenses hinn fyrsti

skrifaður frá Athene