VI.

Vei þeim drambsömum í Síon og þeim sem treysta upp á fjallið Samarie, þeir sem halda sig inu yppustu yfir heiðingjum og hofvera í Ísraels húsi! Gangið burt til Kalne og skoðið en þaðan til Hemat, þess stóra staðar, og gangið ofan til Gat þeirra Philisteis sem verið hafa betri kóngaríki en þessi og þeirra landamerki vorou víðari en yðar landamerki.

Þér sem hyggið yður vera langt frá þeim vonda degi og sækið alltíð eftir rangri ríkisstjórn og sofið á sæng af fílabeinum og hafið of mikið við yðar sængur. Þér etið lömbin af hjörðunni og þá alikálfa, leikið á hljóðfæri og gjörið yður sálma sem Davíð og drekkið vín af skálunum og smyrjið yður með balsamum en harmið ekki par vegna Jósefs staða. Því skulu þér nú fyrst undan ganga á meðal þeirra sem fangaðir eru í burt leiddir og braml yðar ofneyslu skal afleggjast.

Því Drottinn Guð hefur svarið við sjálfan sig, segir Drottinn Guð Sebaót: Mér er leið drambsemi Jakobs og eg er reiður þeirra höllum og eg vil yfirgefa staðinn og allt það sem er í honum. Og þó þar sé eftir tíu menn í einu húsi skulu þeir líka vel deyja og segja til þeirra sem eru í húskimunum: „Eru þér enn nú fleiri hér?“ Og þeir skulu svara: „Allir eru þeir í burt.“ Og hann skal segja: „Verið til friðs því þeir vildu ekki að menn skyldu hugsa upp á nafnið Drottins.“

Því sjá þú, Drottinn hefur boðið að menn skyldu slá þau stóru húsin so þau rifni og þau litlu húsin so þau raskist. Hver kann hestinum á skeið að hleypa eða erja með yxanum upp á steininum? Því þér snúið lagaréttinum í gall og réttlætisins ávexti í ramma malurt. Og þér hafið huggun af því sem er með öllu til einskis og segið so: „Erum vér ekki sterkir í nóg með vorum hornum?“ Þar fyrir sjáið, eg vil uppvekja eitt fólk yfir yður af Ísraels húsi, segir Drottinn Guð Sebaót, það skal nauðga yður af þeim stað sem liggur til Hemat, allt til lækjarins í eyðimörkinni.