XII.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, þú býr á meðal eins óhlýðugs húss sem vel hafa augu svo að þeir kunni að sjá og vilja þó ekki sjá, eyru svo að þeir kunni að heyra og vilja þó ekki heyra heldur er það eitt óhlýðugt hús. Þar fyrir, þú mannsins son, tak þinn ferðabúning og far af stað þaðan á björtum degi fyrir þeirra augum. Þú skalt fara í burt frá þínum bústað til eins annars staðar svo að þeir sjái það, ef það svo mætti verða að þeir vildu formerkja það að þeir væri eitt óhlýðugt fólk. Og þú skalt taka þinn farangur út með þér svo sem búinn til ferðar á björtum degi fyrir þeirra augum. Og á móti kveldinu skaltu í burt fara þeim ásjáöndum líka svo sem það maður býr sig af stað nær eð hann vill ferðast. Og þú skalt grafa í gegnum vegginn fyrir þeirra augum og fara so þar í gegnum. Og þú skalt taka það upp á þínar herðar og bera það svo út þá myrkt er orðið. Þú skalt byrgja þitt andlit svo að þú sjáir ekki landið því að eg hefi sett þig Ísraels húsi til eins undarlegs fyrirburðar.

Og eg gjörði sem mér var boðið og bar út minn farangur svo sem búinn til ferðar á björtum degi og um kveldið gróf eg með hendinni í gegnum vegginn og þá eð myrkt var orðið tók eg hann upp á herðarnar og bar hann út fyrir þeirra augum.

Og orð Drottins skeði til mín snemma um morguninn og sagði: Þú mannsins son, hefur ekki Ísraels hús, það óhlýðuga húsið, sagt til þín: „Hvað gjörir þú?“ Svo seg þú til þeirra: Svo segir Drottinn Drottinn. Þessi byrðarþunginn snertur þá hfðingjana í Jerúsalem og allt Ísraels hús sem þar er inni. Seg þú: Eg er yðart undarlegt fyrirbyrðarteikn so sem eg hefi gjört líka so skal yður ske svo að þér hljótið að fara og herteknir í burt fluttir að verða. Yðar höfðingi skal í myrkrinu á herðunum bera og út í gegnum þann vegginn mun hann fara sem þeir munu brjóta til að fara þar út í gegnum. Hans andlit mun byrgjast svo að hann skuli ekki sjá landið, með hvorugu auganu.

Eg vil kasta mínu neti fyrir hann að hann skal veiðast í mínum veiðarfærum og eg vil flytja hann til Babýlon í Chaldeisland hvert eð hann skal þó ei sjá og þar skal hann deyja. Og eg vil í sundur tvístra þeim öllum sem að eru í kringum hann, hans fulltingjörum og átstuðningsmönnum og öllum hans meðfylgjurum vil eg útdreifa í allar áttir vindanna og útrykkja sverðinu á bak til við þá. So skulu þeir formerkja að eg er Drottinn nær eð eg í burt keyri þá meðal heiðingjanna og í sundurdreifi þeim um löndin. En eg vil þó láta nokkra fáeina eftir verða af þeim fyrir sverðinu, hungrinu og drepsóttinni. Þeir skulu kunngjöra þeirra svívirðingar á meðal heiðinna þjóða til hverra eð þeir munu koma og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, þú skalt eta þitt brauð með hræðslu og drekka þitt vatn með skjálfta og sorg og segja til fólksins í landinu: So segir Drottinn Drottinn af innbyggjurunum Jerúsalem í Ísraelslandi: Þeir skulu eta sitt brauð með sorg og drekka sitt vatn með eymd það landið skal verða í eyði lagt með öllu því sem þar er inni fyrir mótþróa sakir allra innbyggjaranna. Og þeir staðirnir sem vel eru setnir skulu í eyðileggjast og landið að auræfum verða, so skulu þér formerkja að eg er Drottinn.

Og orð Drottins það skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, hvað hafi þér fyrir eitt orðtæki í Ísraelslandi og segið: „Fyrst það dregst so lengi undan þá verður nú héðan í frá ekki neitt af spádómunum.“ Þar fyrir seg þú til þeirra: Svo segir Drottinn Drottinn: Eg vil í burt taka það orðtækið so að það skal ekki meir tíðkað vera í Ísrael. Og tala þú til þeirra: Sá tími er nálægur og allt það sem spáð er fyrir því að nú héðan í frá skulu þér formerkja að þar skal á öngri sjón brestur verða og enginn spádómur skal bregðast í gegn Ísraels húsi. Því að eg er Drottinn, hvað eg tala það skal ske og ekki löng frest á verða heldur vil eg það á yðrum dögum fullgjöra, þú hið óhlýðuga hús, svo sem eg hefi talað, segir Drottinn Drottinn,.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, sjáðu, Ísraels hús það segir: „Sú sýnin sem að þessi hann sér hún er enn nú langt í burtu og hann spár af þeim tímanum sem að enn nú er mjög fjarlægur.“ Þar fyrir seg þú til þeirra: Svo segir Drottinn Drottinn: Hvað eg tala þar skal ekki lengur fres á verða heldur skal það ske, segir Drottinn Drottinn.