VI.

Eigi skaltu þykjast [ forklókur aðra menn að straffa að þín blöð visni ekki og þinn ávöxtur fordjarfist og verðir þú um sinn sem feyskið tré. Því að svoddan eiturmaður skaðar sig sjálfan og verður sínum fjandmönnum að spotti. Þar í mót hver alla hluti færir til betri vegar sá gjörir sér marga vini og hver hann leggur sökinni til hið besta, af honum tala menn aftur í mót það hið besta.

Halt þig við hvern mann vingjarnlega en af þúsund trú þú valla einum. [ Treystu öngvum vin utan þú hafir áður í neyð reynt hann. [ Því að margir eru vinir á meðan þeir hafa þess not en þegar neyðir um eru þeir það ekki. Og þar er margur sá vinur sem snarlega verður óvinur og vissi hann af þér mannsmorð þá segði hann það upp. Nokkrir eru og matborðsvinir og blífa ekki í neyðinni. Á meðan þér vegnar vel þá er hann þinn félagi og lifir í þínu húsi so sem væri hann húsbóndinn. En ef þér vegnar illa þá mótfellur hann þig og læst í öngvu fundinn verða.

Skil þig frá þínum óvinum og vara þig eigi síður fyrir þínum vinum. Einn trúr vinur er öruggt vígi, hver hann hefur sá hefur mikinn fésjóð. [ Trúfastur vinur kann ekki með nokkru góssi eður gjaldi að verða bitalaður. Einn trúr vinur er lífsins huggun, sá er óttast Guð fær svoddan vin. Því að sá sem guðhræddur er honum mun vinskapurinn vel lukkast og slíkur sem hann er, slíkur mun og vera hans vinur.

Kæri son, láttu viskuna ala þig upp frá barnæsku, svo verður af þér hygginn maður. Skikka þér við hana so sem hann er erjar og sáir og væntu eftir hennar góðum ávexti. Þú hlýtur að hafa um litla stund mæðu og erfiði fyrir hennar skuld en mjög skjótt muntu neyta hennar ávaxta. Beisk er hún óforsöktum mönnum og hirðulaus maður nemur ekki hjá henni staðar. Því að hún er harður prófunarsteinn honum og kastar hann henni snöggt frá sér. Þeir hrósa vel mikið af viskunni en vita þar þó lítið af.

Kæri son, hlýð minni kenning og fyrirlít ekki mitt ráð. Lát þínar fætur í hennar fjötur og háls þinn í hennar hálsjárn. Beyg þú þínar axlir og ber hana og spyrndu ekki við hennar böndum. Haltu þig til hennar af öllu hjarta og vert með öllum krafti á hennar vegi. Spyr þú eftir henni og leitar hennar so muntu hana finna. Og þegar þú fær hana svo lát hana ekki burt frá þér. Því að með síðasta muntu af henni huggun hafa og þín hryggð mun snúast þér í fögnuð og hennar fjötrar munu verða þér styrkt vígi og hennar hálsjárn kostulegur klæðnaður. Hún hefur gulllega kórónu með einni purpurahúfu, þeim sama klæðnaði muntu ískrýðast og þá fegurðarkórónu uppsetja.

Kæri son, viltu fylgja henni so verður þú vís og tekur þú það þér til hjarta svo verður þú hygginn. Viltu gjarna hlýða so muntu fá hana. Viltu þín eyru hér til hneigja so muntu vitur verða. Ver gjarnan hjá gömlum mönnum og hvar einn hygginn maður er halt þig til hans.

Heyr þú gjarna Guðs orð og athuga góða málsháttu spekinnar. [ Hvar þú lítur einn skynsaman mann gakktu til hans með gáti og far með honum jafnan út og inn. Umhugsa þú iðuglega Guðs boðorð og þenktu jafnan á hans orð. Hann mun algjört gjöra þitt hjarta og gefa þér vísdóm so sem þú girnist.