LIIII.

Vert glöð, þú hin óbyrja sem ekki fæðir, fagna þú af gleði og syng lof, þú sem ekki ert ólétt, því að hin einsama hefur fleiri börn en hún sem manninn hefur, segir Drottinn. [ Víkka þú út rúmið þinnar tjaldbúðar og útþen tjöldin þíns bústaðar, spar þú þau ekki, teyg þín reip út og keyr þína nagla fast, það þú munt þig [ útbrjóta til hægri og vinstri handar og þitt sæði mun erfa heiðnar þjóðir og í þeim foreyddum stöðunum búa.

Óttast ekki því að þú skalt ekki til skammar verða, vert eigi bljúg það þú skalt ei til háðungar verða heldur þá muntu þeirrar vanvirðunnar þíns meydóms forgleyma og smánina þíns ekkjudóms ekki meir hugleiða því að hann sá eð þig hefur gjört, hann er þinn maður, Drottinn Sebaót er hans heiti, og þinn endurlausnari sá Hinn heilagi í Ísrael, hann sem allrar veraldarinnar Guð verður kallaður.

Því að Drottinn hefur látið þig í ryktinu vera það þú værir sem önnur fyrirlitin og af hjarta harmþrungin kvinna og sem aðra yngiskonu þá eð útrekin er, segir þinn Guð. Eg yfirgaf þig á litlu augabragði en með mikilli miskunnsemi þá vil eg samansafna þér. Eg hefi mitt andlit á augabragði reiðinnar um litla stund hulið fyrir þér en með eilífri miskunnsemi þá mun eg þér miskunnsamur vera, segir Drottinn, þinn endurlausnari. [

Því að svodant skal mér vera so sem flóðið Noah þá eð eg svór að Noahflóð skyldi ekki meir ganga yfir jörðina. [ Líka so hefi eg svarið að eg skyldi ekki reiður upp á þig vera né þig straffa. Því að fjöllin skulu úr stað hrærast og hæðirnar niðurfalla en mín miskunnsemi skal ei burt frá þér víkja og sáttmálinn míns friðar skal ekki niðurfalla, segir Drottinn, þinn miskunnari.

Þú hin volaða, yfir hverja eð öll stórviðri ganga, og þú hin huggunarlausa, sjá þú, eg mun þína múrsteina leggja sem aðra fegurðarprýði og þinn grundvöll mun eg leggja með saphirissteina og þína vindglugga af christallus gjöra og þínar dyr af rubenis og öll þín endimörk af útvöldum steinum og öll þín af börn af Drottni menntuð og meðkenn frið þínum börnum. Þú skalt og fyrir réttlætið tilreidd verða. Þú munt fjarlæg vera ofríki og óréttindum so að þú þurfir ei þar fyrir að óttast og fyrir skelfingu því hún skal ekki nálægjast þig.

Sjá þú, hver eð samansafnast á móti þér til að yfirfalla þig, ef að þeir samansafnast án mín? Sjá þú, því kem eg til vegar það smiðurinn blæs upp kolin í eldinum til að gjöra eitt verkfæri þar út af til síns [ smíðis. Því eg gjöri það að sá fordjarfarinn fyrirfarist. Því að allt verkfæri sem á móti þér verður tilreitt það skal ekki lukkast og allar tungur sem setja sig á móti þér þær skaltu í dómi fordæma. Það sama er arfleifðin þeirra þjónanna Drottins og þeirra réttlæti út af mér, segir Drottinn.