XXIIII.

En einn þvottdaganna mjög snemma komu þær til grafarinnar og báru þau smyrsl er þær höfðu tilbúið og enn nokkrar aðrar með þeim. [ Þær fundu að steininum hafði velt verið af gröfinni og stigu þar inn og fundu ekki líkama herrans Jesú. [ Og sem þær voru hugsjúkar um þetta, sjá, þá stóðu tveir menn hjá þeim í leiftrandi klæðum. En þær urðu þá hræddar og féllu á sína ásjónu til jarðar. Og þeir sögðu til þeirra: [ „Hvað leiti þér hins lifanda hjá dauðum? Hann er eigi hér heldur er hann upprisinn. Hugleiðið að því hvað hann talaði fyrir yður þá hann var nú enn í Galilea er hann sagði það Mannsins syni byrjaði að seljast í syndugra hendur og krossfestur verða og á þriðja degi upp að rísa.“ Og þær minntust á hans orð.

Og þær gengu burt úr gröfinni aftur og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og so öllum öðrum. [ En þetta var María Magdalena og Jóhanna og María Jacobi og þær aðrar er með þeim voru sem þetta sögðu postulunum. Og þeirra orð virtist þeim sem væri það sjónhverfingar og trúðu eigi. En Pétur stóð upp og hljóp til grafarinnar og laut þar inn og sá línlökin einsöm liggja, gekk burt og undraði með sjálfum sér hvernin það væri skeð.

Og sjá, að tveir af þeim gengu þann sama dag til nokkurs kauptúns það er var frá Jerúsalem rúms sextigi skeiða, hvert eð Emmahus var að nafni. [ Og þeir voru að tala sín á milli um alla þá hluti sem við höfðu borið. Og það skeði þá þeir ræddust við og spurðust sín á millum að sjálfur Jesús nálægðist þá og gekk jafnframt þeim. En þeirra augu voru so haldin að þeir þekktu hann ei. En hann sagði til þeirra: „Hvað er það fyrir ræðu sem þið höndlið reikandi ykkar á milli og eruð hryggvir út af?“ Þá svaraði einn er Kleópas var að nafni og sagði til hans: „Ertu alleina so ókenndur til Jerúsalem að þú veist eigi hvað á þessum dögum þar inni gjörst hefur?“ Til hverra hann sagði: „Hvað þá?“

En þeir sögðu til hans: „Það af Jesú hinum naðverska, hver eð var spádómsmaður, megtugur í verkum og orðum fyri Guði og öllu fólki, hversu að vorir höfuðprestar og höfðingjar seldu hann í fordæming dauðans og krossfestu hann. En vér vonuðum að hann mundi endurleysa Ísrael. Og yfir allt þetta er nú hinn þriðji dagur í dag er þetta skeði. So hafa og skelft oss nokkrar konur af oss til þær eð fyrir lýsingina höfðu hjá gröfinni verið og ekki fundið hans líkama, komu og sögðu sig einnin séð hafa englanna sjónir þeir eð sögðu hann lifa. Og nokkrir af oss gengu til grafarinnar og fundu eins líka sem konurnar höfðu sagt en hann fundu þeir ekki.“

Og hann sagði til þeirra: „Ó þér heimskir og tregir í hjarta að trúa því öllu hvað spámennirnir hafa talað! hlaut Christus ei þetta að líða og innganga so í sína dýrð?“ Og hann tók til frá Moise og öllum spámönnum og lagði út fyrir þeim allar Ritningar þær af honum voru. Og þeir tóku að nálægast kauptúnið það þeir gengu til og hann lét þá sem vildi hann lengra ganga. Þeir neyddu hann og sögðu: „Ver hjá oss, herra, því að kvelda tekur og á daginn líður.“ Hann gekk og inn og var hjá þeim.

Það skeði og þá hann sat með þeim til borðs að hann tók brauðið, blessaði það og braut og rétti að þeim. Þá opnuðust þeirra augu so þeir þekktu hann. Og hann hvarf úr þeirra augsýn. Og þeir sögðu sín á milli: „Brann ei okkart hjarta í okkur þá hann talaði við okkur á veginum og opnaði fyrir okkur Ritningarnar?“ Og þeir stóðu upp á sömu stundu og sneru aftur til Jerúsalem og fundu þá ellefu samansafnaða og þá sem með þeim voru, hverjir eð sögðu: „Drottinn er sannarlega upprisinn og hefur birst Símoni!“ Og þeir tjáðu þeim hvað gjörst hafði á veginum og hvernin þeir hefðu þekkt hann í því hann braut brauðið.

Þá þeir voru nú enn að tala um þetta sté Jesús mitt í millum þeirra og sagði til þeirra: [ „Friður sé með yður.“ En þeir fældust og urðu hræddir og meinuðu að þeir sæi anda nokkurn. Og hann sagði til þeirra: „Hvað fælist þér og hví koma slíkir þankar í yðar hjörtu? Sjáið mínar hendur og mína fætur að eg em hann sjálfur. Þreifi þér og skoðið því að andi hefur ei hold né bein so sem þér sjáið mig hafa.“ Og þá hann sagði það sýndi hann þeim hendur og fætur. Og er þeir trúðu enn eigi fyrir fagnaðarsakir og undrandi það sagði hann til þeirra: „Hafi þér nokkuð matlegt?“ Og þeir lögðu fyrir hann stykki af steiktum fiski og hunangsseim. Og hann tók það og át fyrir þeirra augum.

Og hann sagði til þeirra: „Þetta eru það orð hver eg talaði til yðar þá eg var enn nú hjá yður það það hlaut allt að fullkomnast hvað af mér var skrifað í Moises lögmáli og í spámannabókum og sálmum.“ Þá opnaði hann þeirra skilning so að þeir forstóðu Ritningarnar og sagði til þeirra: „So er það skrifað og so byrjaði Kristi að líða og upp að rísa á þriðja degi af dauða og prédikast láta í sínu nafni iðran og fyrirgefning synda á meðal allra þjóða, upphefjandi til Jerúsalem. En þér eruð vottar allra þessara hluta og sjáið, að eg mun senda yfir yður fyrirheit míns föðurs. En þér skuluð sitja í borginni Jerúsalem þangað til að þér klæðist með krafti af hæðum.“ [

En hann hafði þá út allt til Bethaniam og hóf upp sínar hendur og blessaði þá. Og það gjörðist þá hann blessaði yfir þá að hann leið frá þeim og var upp numinn til himins. [ En þeir tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fagnaði og voru jafnan í musterinu, vegsamandi og lofandi Guð.

Endir S. Lucas guðsspjalla