IIII.

Svo hafði nú Salómon kóngur einvald yfir öllum Ísrael. [ Og þessir voru hans höfðingjar: Asarja sonur Sadók kennimanns, Elíhóref og Ahía, synir Sísa, voru skrifarar, Jósafat son Ahílúð var canzeler, Benaja son Jójada var hershöfðingi, Sadók og Abjatar voru kennimenn, Asaría son Natan var yfir embættismönnunum, Sabúd son Natan kennimanns var vinur kóngsins, Ahísar var hofgarðsmeistari, Adoníram son Abda var rentumeistari.

Og Salómon setti tólf höfðingja yfir allt Ísraelsfólk. Þeir skyldu annast og halda kóngi borð og öllu hans húsi, sinn mánuð í árinu hver þeirra. Og þessi voru þeirra nöfn: [ Sonur Húr á Efraímsfjalli, sonur Deker í Makas og Saalbím og í Bet Semes og í Elon og Bet Hanan, sonur Heseð í Arabót og hafði þar til með Sakó og allt Heferland. Sonur Abínadab réð fyrir öllu landi allt til Dór og hann átti Tafat dóttur Salómons. Baena son Ahílúð í Taenak og í Megiddó og yfir allt Bet Sean sem liggur hjá Sartana undir Jesreel frá Betsean og allt til Mehólasléttu jafngegnt Jackmeam. Son Geber (hafði til forráða) Ramót og Jaírstað, son Manasse í Gíleað og landeign Argób sem liggur í Basan, sextígi stórar múraðar borgir og með járngrindum forsvaraðar.

Ahínadab son Iddó í Mahanaím. Ahímahas í Neftalí. Og hann tók og Salómons dóttir Basmat til eiginkvinnu. [ Baena son Húsaí í Asser og í Alót. Jósafat son Parúa í Ísaskar. Símeí son Ela í Benjamín. Geber son Úrí í Gíleaðslandi, í Síhon Amoriters kóngs landi og Ógs kóngsins af Basan, var einn höfðingi í sama landi. En Júda og Ísrael voru óteljanlegir sem sjávarsandur og þeir átu og drukku og voru glaðir. Svo var Salamón einvaldsherra yfir öllum kóngaríkjum frá vatninu og að landi Philistinorum og til Egipti landamerkja sem færðu honum gáfur og þjónuðu honum alla hans lífdaga.

En til borðs Salomonis var ætlað hvern dag þrjátígi mæla hveitissalla og sextígi mæla annars mjöls og tíu aldir uxar og tuttugu uxar haggengnir og hundrað sauðir umfram hjörtu og hreindýr og steingeitur og annað aliðfé. [ Því hann hafði einvald yfir öllum löndum á þessa síðu vatsins, frá Tífsa og inn til Gasa, yfir öllum kóngum þeimmegin vatsins. Og hann hafði frið af öllum sínum undirgefnum umhverfis so að Júda og Ísrael bjuggu fyrir utan ugg og ótta hver undir sínu víntré og fíkjutré frá Dan allt til Berseba so lengi sem Salómon hann lifði.

Og Salómon kóngur hafði fjörutígi þúsund vagnhesta og tólf þúsund riddarahesta. [ Og áðurnefndir kóngsins höfðingjar ólu og önnuðust þá. Þeir héldu kóngi sjálfum borð, hver á sínum tilsettum mánuði og létu ekkert vanta. Þeir fluttu og hafur og hey til fóðurs handa hestunum og múlunum þar sem kóngurinn var, hver á sínum tíma sem honum var skipað.

Og Guð gaf Salómoni mikla speki og vísdómi og djúpsæi hjartans sem sand á sjávarströndu. [ Og Salómons speki og vísdómur gekk langt umfram allra manna vísindi í austurálfunni og allra egypskra. Og hann var spakari en allir aðrir menn og vísari heldur en þeir diktarar Etan, Esrahiter, Heman, Kalkal og Darda. Og hann var nafnfrægur meðal allra heiðingja allt um kring. Og hann samsetti þrjú þúsund orðskviðu og hans vísur voru þúsund og fimm betur. Og hann talaði af trjánum, frá sedrus í Líbanon inn til ísóp sem vex úr veggjum. Hann talaði og svo um fé og fugla, um skriðkvikindi, um fiska. Og þar komu menn af öllum þjóðum að heyra Salómons speki, frá öllum kóngum á jörðunni sem að heyrt höfðu af hans speki.