III.

En það skaltu vita það á síðustu dögum til standa háskasamlegar tíðir því að þeir menn munu verða sem eru sérgóðir, ágjarnir, mikillátir, dramblátir, hágjarnir, foreldrunum óhlýðugir, óþakklátir, óguðlegir, óhýrlegir, ófriðsamir, spélnir, lostasamir, manndyggðarlausir, svikulir, illúðlegir, hrokafullir, þeir eð meir elska munaðlífi en Guð, hverjir eð hafa yfirlit guðlegs athæfis en þess krafti afneita þeir – forðast þú slíka. Af þessum eru og þeir sem læðast hér og hvar í húsum og af herfangi leiða kvensniftirnar, hlaðnar af syndum, og með margvíslegar girndir fjatraðir eru, lærandi jafnlega en geta þó aldreigi til sannleiksins viðurkenningar komið.

Eins álíka sem þeir Jannes og Jambres mótstóðu Moyses, so mótstanda þessir einnin sannleiknum, eru menn fordjarfaðs hugskots, torveldir til trúarinnar, en komast eigi framar áleiðis því að þeirra fíflska mun augljós verða hverjum manni líka sem einnin það hinna varð. [

En þú hefur reynt minn lærdóm, minn vana, mína fyrirætlan, mína trú, mitt langlundargeð, minn kærleika, mína þolinmæði, mínar ofsóknir, mínar hrakningar þær eð mér tilféllu í Antiochia og Iconia, hverja ofsókn eg leið þar, og út af öllum hefur Drottinn mig frelsað. [ Og allir þeir sem guðlega vilja lifa í Christo Jesú þeir hljóta ofsókn að líða. En hinir vondu menn og svikarar framleiðast æ til hins verra það þeir villa og verða villtir.

En þú, vert staðfastur í því sem þú hefur lært og þér er tiltrúað af því þú veist af hverjum þú hefur lært. Með því þér er kunnug heilög Ritning allt í frá barndómi getur þú sjálfur leiðrétt fyrir þér til hjálpræðisins fyrir trúna á Jesúm Christum. Því að öll Ritning af Guði inngefin er nytsamleg til lærdóms, til umvandanar, til betrunar, til leiðréttingar í réttlætinu, so að Guðs maður sé algjör, til alls góðs verks hæfilegur.