III.

Framar, kærir bræður, biðjið fyrir oss so að orð Drottins hlaupi og vegsamað verði líka so sem hjá yður og það vér verðum frelsaðir í frá óráðvöndum og illgjörnum mönnum. [ Því að trúan er ekki hvers manns. En sá Drottinn er trúr sem yður mun styrkja og varðveita frá illu. En vér væntum til yðar í Drottni það þér gjörið og gjöra munið hvað vér bjóðum yður. Og Drottinn greiði yðar hjörtu til Guðs kærleika og til þolinmæði Christi.

En vér biðjum yður, kærir bræður, í nafni vors Drottins Jesú Christi það þér burt takið yður í frá sérhverjum þeim bróður sem óráðvandlega gengur og eigi eftir þeim setningi sem hann hefur meðtekið af oss. [ Því að þér vitið hvernin þér skuluð oss eftirfylgja. Því vér vorum ekki ótérugir á meðal yðar, höfum einnin ekki brauðið fyrir ekkert út af nokkru tekið heldur með erfiði dag og nótt þá höfum vér verkað so að vér veittum öngvum yðar nein þyngsl. Eigi fyrir það so sem að vér hefðum þar öngva magt til heldur það vér gefum oss sjálfa yður til fyrirmyndar oss eftir að fylgja. Og þá vér vorum hjá yður buðum vér yður það að ef nokkur vill eigi erfiða sá skal ekki heldur eta.

Því að vér heyrum það nokkrir meðal yðar ganga óráðvandlega og erfiða ekkert, drýgjandi heldur slenskap. En slíkum boðum vér og áminnum þá fyrir vorn Drottin Jesúm Christum það þeir erfiði með spaklæti og eti sitt eigið brauð. [ En þér, kærir bræður, þreytist ekki gott að gjöra. En ef nokkur er ei hlýðinn voru orði þann teiknið upp fyrir bréf og hafið ekkert með hann að gjöra so að hann verði blygðaður. Haldið hann þó ekki sem óvin heldur áminnið hann sem bróður.

En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður ætíð frið og með öllum háttum. Drottinn sé með yður öllum. Heilsan með minni hendi, Páls, hvert að er það merki í öllum bréfum sem eg skrifa. Náð vors Drottins Jesú Christi sé með yður öllum. A M E N.

Skrifaður frá Aþenu