XXII.

Og Jesús svaraði og talaði í annað sinn í eftirlíkingum til þeirra og sagði: [ „Himnaríki er líkt þeim konungi sem brúðkaup gjörði syni sínum og sendi út sína þjóna að kalla boðsmennina til brúðkaupsins. Og þeir vildu eigi koma. Í annað sinn sendi hann aðra þjóna út og sagði: Segið boðsmönnunum: Sjáið, mína máltíð hefi eg tilbúið, mínir uxar og aliðfé eru slátraðir og allt er reiðubúið. Komið til brúðkaupsins. En þeir forsmánuðu það og gengu burt, einn á sinn bústað en annar til sinnar sýslunar en sumir gripu hans þjóna, dáruðu þá og drápu. En þá konungurinn heyrði það varð hann reiður og sendi út sinn her og fyrirfór þessum morðingjum og brenndi upp borg þeirra.

Þá sagði hann til sinna þjóna: [ Brullaupið er að sönnu reiðubúið en þeim sem boðið var þeir voru þess ei verðugir. Fyrir því farið út á strætin og bjóðið til brúðkaupsins hverjum sem þér finnið. Og hans þjónar gengu út á strætin og samansöfnuðu öllum þeim þeir fundu, vondum og góðum, og brúðlaupið varð alskipað af mönnum. Þá gekk konungurinn inn að sjá gestina og hann sá þar mann eigi klæddam með brúðlaupsklæðum og sagði til hans: Vinur, hvernin gekkstu inn hingað hafandi ekki brúðkaupsklæði? En hann þagði. Konungurinn sagði þá til sinna þénara: [ Bindið hans hendur og fætur og varpið honum í ystu myrkur. Þar mun vera óp og tannagnístran. Því að margir eru kallaðir en fáir útvaldir.“

Þá gengu Pharisei burt og settu ráð saman að þeir gæti veitt hann í orðum og sendu til hans sína lærisveina með Herodis þénurum og sögðu: „Meistari, vér vitum að þú ert sannsögull og kennir Guðs götu í sannleika, skeytir ei nokkrum það þú fer ei að mannvirðingum. Fyrir því seg oss hvað þér líki: Hvort leyfist að gefa keisaranum skatt eður eigi?“ [ En þá Jesús formerkti þeirra flátskap sagði hann: „Hvað freisti þér mín, hræsnarar? Sýnið mér myntina peningsins.“ Og þeir fengu honum peninginn. Jesús sagði til þeirra: „Hvers er þessi mynd og yfirskrift?“ Þeir sögðu honum: „Keisarans.“ Þá sagði hann til þeirra: „Gefið þá keisaranum hvað keisarans er og það Guði sem Guðs er.“ Og er þeir heyrðu það undruðust þeir, forlétu hann og gengu í burt.

Á þeim sama degi gengu Saducei til hans hverjir eð segja upprisuna eigi vera, spurðu hann að og sögðu: [ „Meistari, Moyses hefir sagt að ef nokkur andaðist og hefði eigi barn eftir þá skyldi bróðir hans eiga hans eiginkonu og uppvekja sínum bróður sæði. En hjá oss voru sjö bræður. Hinn fyrsti fastnaði sér konu og hann andaðist. Og af því að hann hafði ekkert sáð lét hann bróður sínum eftir sína eiginkonu. Líka sá annar og hinn þriðji, allt til hins sjöunda. En síðast allra andaðist og konan. Hvers þeirra sjö verður hún nú eignarkona í upprisunni? [ Því að allir þeir hafa hana haft.“ En Jesús svaraði og sagði til þeirra: „Þér villist og vitið eigi Ritningarnar né heldur Guðs kraft. Því að í upprisunni munu þeir hverki kvongast né sig kvonga láta heldur eru þeir sem englar Guðs á himni.

En hafi þér eigi lesið hvað af Guði er sagt af upprisu framliðinna er hann segir: Eg er Guð Abrahams og Guð Ísaaks og Guð Jakobs? [ Því að Guð er eigi Guð dauðra heldur lifandi manna.“ Og er fólkið heyrði þetta undraðist það hans kenning.

En er Pharisei heyrðu það hann hafði þaggað Saduceos söfnuðust þeir saman í eitt og einn lögvitringur af þeim spurði hann að, freistandi hans og sagði: [ „Meistari, hvert er hið mesta boðorð í lögmálinu?“ En Jesús sagði til hans: „Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu þínu hjarta og af alri önd þinni og af öllu þínu hugskoti. Þetta er hið helsta og mesta boðorð. En annað er þessu líkt: Elska skaltu náunga þinn so sem sjálfan þig. Í þessum tveimur boðorðum hengur allt lögmál og spámenn.“

En þá Pharisei voru til samans komnir spurði Jesús þá að og sagði: [ „Hvað virðist yður af Christo, hvers son eð hann sé?“ Þeir sögðu honum: „Davíðs.“ Hann sagði til þeirra: „Hvernin kallar Davíð hann þá í anda einn Drottin er hann segir: [ Drottinn sagði mínum Drottni: Sit þú til minnar hægri handar þar til eg set óvini þína til skarar þinna fóta. Nú ef Davíð kallar hann Drottin hvernin er hann þá hans sonur?“ Og enginn gat honum orði svarað og ei dirfðist nokkur upp frá þeim degi hann framar að spyrja.