II.

Eg sagða í mínu hjarta: „Nú vel, eg vil lifa með lyst og hafa góða daga.“ En sjá þú, það var og einnin hégómi. Eg sagða til hlátursins: „Þú ert galinn“ og til gleðinnar: „Hvað gjörir þú?“

Þá hugsaði eg í mínu hjarta að draga minn líkama frá víni en venja mitt sinni til vísdóms svo eg kynni að vita hvað heimskan væri þar til að eg gæti lært hvað manninum væri nytsamt að gjöra meðan hann lifði í þessum heimi.

Eg gjörði mikla hluti: Eg byggða upp hús og plantaði víngarða, eg gjörða mér aldingarða og grasgarða og plantaði þar allra handa frjósamleg tré, eg gjörða mér fiskivötn til að döggva með þau grænu aldintré í mínum skógi, eg hafða þræla, ambáttir og nóg annað undirfólk, eg var vellauðigur að nautum og sauðum, meir en allir þeir sem verið höfðu fyrir mér í Jerúsalem. Eg safnaði mér silfri og gulli og miklum liggjandi fjársjóðum af kóngum og löndum, eg skikkaði mér söngmenn og söngkvinnur og mannanna bílífi með allsháttuðum hljóðfæraleik og eg var megtugasti yfir þá alla sem verið höfðu áður en eg í Jerúsalem og vísdómurinn var með mér. Og allt hvað mín augu girntust það lét eg þau fá og eg varnaði mínu hjarta öngrar gleði svo það hafði skemmtun af öllu mínu arfiði og það hélt eg fyrir mitt hlutskipti af öllu mínu erfiði. En sem eg sá til allra minna verka sem mín hönd gjört hafði og eg hugleidda þá mæðu sem eg hafði haft, sjá þú, þá var það allt saman hégómi og hörmung og ekkert annað undir sólunni.

Þá snera eg mér til að skoða vísdóm og speki og heimsku því hver veit hvað sá skal blífa fyrir einn mann eftir kónginn sem þeir alla reiðu gjört hafa? Þá sá eg vísdómurinn gekk yfir fáviskuna sem ljósið yfir myrkrið og að hyggins manns augu standa stöðug í hans höfði en heimskur gengur í myrkri. Og eg merkta þó að so gengur einum sem öðrum.

Þá hugsaði eg í mínu hjarta: „Fyrst að þeim heimska gengur líka sem mér, því mun eg þá hafa sótt eftir viskunni?“ Þá sagði eg í mínu hjarta að svoddan var ei annars en hégómi. Því að menn minnast ekki að aldöðli þess hyggna en þó síður þess ins heimska og þeir eftirkomandi dagar gleyma öllum hlutum. Og líka sem sá hyggni deyr svo deyr og hinn heimski. Þar fyrir leiddist mér að lifa því það hagaði mér illa sem skeði undir sólunni að það er öldungis ekki utan armæði og hégómi.

Og mig angraði allt mitt erfiði sem eg hafða undir sólunni að eg skyldi eftirláta það einum manni sem koma skyldi eftir mig. Því hver veit hvert hann skal verða hygginn eða heimskur? Og hann skal þó ráða yfir allt mitt arfiði sem eg hafði víslega gjört undir sólunni. Það er og hégómi.

Þar fyri snera eg mér að mitt hjarta skyldi láta af öllu erfiði sem eg hafða gjört undir sólunni. Því að sá maður sem erfiðað hefur með visku, skynsemi og snilld, hann hlýtur að láta annan það eftir sig erfa sem ekki neitt þar til erfiðaði. Það er og einn hégómi og stór ólukka. Því hvað hefur maðurinn af öllu því erfiði og sínu hjartans hugarangri sem hann hafði undir sólunni utan harm og sorg og trega alla sína daga svo hans hjarta hefur öngva næturhvíld? Það er og hégómi.

Er það nú ekki manninum betra að eta og drekka og láta sína sál gleðjast í sínu erfiði? Þetta sá eg að þvílíkt kemur af Gyðs hendi. Því hver hefur glaðlegar etið og nært sig en eg? Því hann gefur þeim manni vísdóm, forstand og glaðværð sem honum þóknast en þeim synduga gefur hann ólukku, að hann safni og samandragi og þó mun það gefast þeim sem Guði þóknast. Því er það ekki utan eymd og hégómi.