Þessi eru þau boðorð og réttindi sem þér skuluð halda að þér gjörið þar eftir í því landinu sem Drottinn Guð feðra þinna hefur gefið þér til eignar so lengi sem þér lifið á jörðu. [

Niðurbrjótið að velli alla þá staði þar sem heiðingjarnir (þeir eð þér skuluð undir yður leggja) hafa þjónað þeirra guðum útí, bæði á háfjöllunum og á smáhæðunum eða undir þeim blómguðum viðartrjánum. Og niðurrífið þeirra [ stalla og í sundurbrjótið þeirra stoðir og uppbrennið með eldi þeirra lunda og í burt takið skúrgoð þeirra afguða og foreyðið þeirra nöfnum af þeim sama [ stað.

Þér skuluð ekki gjöra Drottni Guði yðar soddan, heldur í þeim stað sem Drottinn Guð yðar hann útvelur á meðal allra yðar kynkvísla að hann vilji láta sitt nafn þar búa, þar skulu þér eftir spyrja og þangað skulu þér koma og flytja þangað yðart brennioffur og aðrar yðar fórnir og yðar tíund og það upplyftingaroffur yðvara handa og yðar heitgjafir og yðar sjálfkrafa fórnir og þá frumburði yðvars fénaðar og sauðfjár. [ Og þar skulu þér eta það fyrir Drottni Guði yðar og vera glaðir af öllu því sem þér og yðart heimkynni berið þangað, meður því sem Drottinn Guð þinn hefur blessað þig.

Þér skuluð ekki gjöra neitt svoddan sem vér gjörum hér í dag, hver eftir því sem honum sjálfum þykir rétt vera. [ Því að þér eruð enn ekki innkomnir til hvíldarinnar, eigi heldur til arfleifðarinnar sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér. En þér skuluð ganga yfir um Jórdan og búa í landinu því sem Drottinn Guð yðar mun hlutskipta yður til arftöku og mun gefa yður hvíld fyrir öllum yðar óvinum í kringum yður og þér munuð búa ugglausir.

Nær eð Drottinn Guð yðar útvelur nú einn stað þar hans nafn skal búa þá skulu þér hafa þangað allt það sem ég býð yður, yðvart brennioffur, aðrar yðar fórnir, yðar tíundir, yðart handanna upphafningaroffur og öll yðar heit sem þér lofið sjálfkrafa Drottni. [ Og þér skuluð glaðir vera fyrir Drottni Guði yðar, þér og yðrir synir og yðrar dætur og yðrir þjónustumenn og þjónustukvinnur og Levítarnir sem eru innan yðvara staðardyra, því að þeir hafa öngva hlutdeild né arftöku með yður.

Vara þig við því að þú offrir ekki þínu brennioffri í öllum þeim stöðum sem þú sér heldur í þeim stað sem Drottinn útvelur á meðal einnra af þinni kynkvísl, þar skalt þú offra þínu brennioffri og gjöra allt það sem ég býð þér. [ Þó máttu slátra og kjöt eta innan allra þinna dyra eftir allri vild þinnar sálu, eftir Drottins Guðs þíns blessan sem hann hefur gefið þér, bæði hinn hreini og hinn óhreini mega eta þar af, sem af einni hind eða af einum hjört. Þó so að þú etir ekki blóðið, heldur úthellir því á jörðina sem vatni.

En ekki mátt þú eta innan þinna staðardyra af tíundinni þíns kornsæðis, [ þíns víns, þíns viðsmjörs, né af þeim frumburðinum þinna kúa, þíns sauðfjár, eða nokkuð af þeim áheitum sem þú hefur lofað, eða af þínu sjálfkrafa offri, eður af yðar handanna upphafningaroffri, heldur skalt þú svoddan eta láta fyrir Drottni þínum Guði í þeim stað sem Drottinn Guð þinn útvelur, þú og þinn sonur, þín dóttir, þinn þjónustumaður, þín þjónustukvinna og þeir Levítarnir sem eru innan þinna borgarhliða, og skalt vera glaðvær fyrir Drottni Guði þínum af öllu því sem þú ber þangað. Og vara þig við því að þú yfirgefir ekki Levítana alla þá daga sem þú lifir á jörðu. [

Nær eð Drottinn Guð þinn gjörir þín landamerki víðari so sem það hann hefur tilsagt þér og þú segir: „Ég vil eta kjöt“ af því að þín sála hefur lysting til að eta kjöt, þá et kjöt sem þína sál lystir. En ef sá staðurinn er langt í burtu frá þér sem Drottinn Guð þinn hefur útvalið að láta sitt nafn þar byggja, þá slátra þínum nautum eður sauðfé sem Drottinn hefur gefið þér líka sem ég hefi boðið þér og et það innan þinna staðardyra eftir allri lysting þinnar sálu. Líka sem það maður hann etur eina hind eður einn hjört, so máttu það eta, bæði sá hinn óhreini og hinn hreini mega eta það til líka. Aðeins þú vara þig við því að þú etir ekki blóðið því að blóðið er sálin. Þar fyrir skaltu ekki eta sálina með kjötinu heldur skalt þú úthella því á jörðina sem vatni. Og þú skalt ekki eta það so að þér megi vel vegna og þínum börnum eftir þig, að þú hafir gjört það sem réttferðugt er fyrir Drottni.

Nær eð þú vilt heilagt gjöra það nokkuð sem þér tilheyrir eða heitir þú nokkru þá skalt þú taka það og flytja til þess staðar sem Drottinn hefur útvalið og lát þar offra þínu brennioffri með kjöti og blóði uppá Drottins Guðs þíns altari. Og þú skalt úthella blóðinu af þínu offri uppá Drottins Guðs þíns altari og eta kjötið. Sjá þú til og hlýð öllum þessum orðum sem ég býð þér so að það megi þér vel vegna og þínum börnum eftir þig ævinlega, að þú hefur það gjört hvað réttferðugt og þakknæmilegt er fyrir Drottni þínum Guði.

Nær Drottinn Guð þinn foreyðir fyrir þér þeim heiðingjunum sem þú dregur nú til þá undir þig að leggja og þú býr þar og eignast þeirra land, þá vara þig við að þú fallir ekki í snöruna eftir þeim síðan það þeir voru foreyddir fyrir þér og spyrjir ekki eftir þeirra guðum og segir: „Líka so sem að þetta fólk þjónaði þeirra guðum, svo vil ég og gjöra.“ [ Þú skalt ekki so breyta fyrir Drottni Guði þínum. Því að þeir gjörðu þeirra guðum allt það sem svívirðulegt er fyrir Drottni og það sem hann hatar. Því að þeir hafa og uppbrennt í eldi sína sonu og dætur fyrir þeirra guðum.

Þér skuluð halda allt það ég býð yður að þér gjörið þar eftir. [ Þér skuluð öngu auka þar við og ekki neitt taka þar í frá.