LV.

Menntanarfræði Davíðs fyrir að syngja á strengjahljóðfæri

Heyr þú, Guð, mína bæn og byrg þig ekki fyrir minni grátbeiðni.

Hygg að mér og bænheyr mig, hvernin það eg syrgi sárlega og græt.

Af því það óvinurinn gamrar so hátt og hinn óguðhræddi angrar mig því að þeir vilja gjöra mér eina hrekkvísi og eru mér ákaflega reiðir.

Mitt hjarta það angrar sig í mínu lífi og dauðans ótti er yfir mig fallinn.

Hræðsla og ótti er yfir mig kominn og skelfingin er yfir mig fallin.

Eg sagða: „Gæfi Guð eg hefða vængi sem dúfa svo að eg mætti í burt fljúga og með mak vera!

Sjá þú, þá skylda eg langt í burt flýja og í eyðimörkinni blífa. Sela.

Eg skylda með flýti fara so að eg undan kæmist þeim stormvindi og hretviðri.“

Sundurþykkar gjör tungur þeirra, Drottinn, og umturna þeim því að eg sé illsku og mótmæli í borginni.

Nótt og dag gengur soddan um kring hennar múrveggi, [ eymd og erfiði er þar inni.

Skaða að gjöra ríkir þar fyrir innan, lygar og rán þverrar ei á hennar strætum.

Þótt að óvinur minn niðraði mér þá vilda eg það umlíða og þó að fjandmaður minn skammyrti mig þá vilda eg geyma mig fyrir honum.

En þú ert minn lagsmaður, minn leiðtogi og kunningi minn,

hverjir eð vorum vinir til samans okkar á milli, við gengum í Guðs húsi báðir til samans.

Bráður dauði komi yfir þá og ofanstígi þeir kvikir í helvíti, því að ekki er utan illskan ein í þeirra tjaldbúðum.

En eg vil kalla til Guðs og mun Drottinn hjálpa mér.

Um kveld, morna og miðdegi vil eg harma og gráta, þá mun Drottinn heyra mína raust.

Hann frelsar sálu mína í frá þeim sem vilja til við mig og útvegar henni hvíld, því að þeir eru margir sem standa á móti mér.

Guð mun heyra og niðurlægja þá, hann eð blífur að eilífu. Sela.

Því að ei verða þeir öðruvís og þeir óttast ei Guð.

Því að sínar hendur leggja þeir á hans friðsama og saurga hans sáttmála.

Þeirra munnur er klökkvari en smjör og hafa þó stríð í sinni, þeirra orð eru mjúkari en viðsmjör og eru þó nakin sverð.

Fleyg þú á Drottin þinni áhyggju og mun hann þér atvinnu veita og ei mun hann hinn réttláta ævinlega láta skeika. [

En Guð, þú munt steypa þeim niður í djúpu gröfina, hinir blóðgjörnu og fláráðu munu ei fá ævi sinna lífdaga hálfnað. En á þig, Drottinn, treysti eg.