XVI.

En sem Davíð var skammt genginn frá hæðinni, sjá, þá mætti honum Síba, þénari Mefíbóset, með tvo klyfjaða asna af tvö hundruð brauðum og hundrað klösum rúsín og hundrað klösum fíkjur og einn legil víns. [ Kóngurinn sagði til Síba: „Hvað skal þetta?“ Síba svaraði: „Asnarnir skulu vera til reiðar kóngsins þénurum, brauðið og fíkjurnar sveinum þínum að eta og vínið að drekka þá þeir þreytast í eyðimörkinni.“ [ Kóngurinn sagði: „Hvar er sonur þíns herra?“ Síba sagði til kóngsins: „Sjá, hann var eftir í Jerúsalem því hann sagði: Í dag skal Ísraels hús gefa mér aftur míns föðurs ríki.“ Kóngurinn sagði til Síba: „Sjá, allt það sem Mefíbóset hefur það skal vera þitt.“ Síba sagði: „Eg bið, lát mig finna náð fyrir þér, minn herra kóngur.“

En sem Davíð kóngur kom til Bahúrím, sjá, þá gekk þar einn maður út. Hann var af slekti Saul og hét Símeí son Gera. Hann gekk fram bölvandi og steinum kastandi að Davíð og öllum hans þénurum því að fólkið og allir þeir hinir hraustustu menn voru á hægri og vinstri hönd kónginum. Símeí bölvaði kóngi með þessum orðum: [ „Hér út, hér út, þú blóðhundur, þú Belíals maður! Drottinn hefur nú bitalað þér allt það blóð hússins Saul að þú settist í ríki hans! Nú hefur Drottinn gefið ríkið í hendur þínum syni Absalom! Og sjá, nú þrengja þér illskur þínar því þú ert einn blóðhundur!“

Abísaí son Serúja sagði til kóngsins: „Skal þessi dauður hundur bölva mínum herra kóngi? Eg vil fara og slá höfuð af honum.“ Kóngurinn svaraði: „Þér synir Serúja, hvað hefi eg með yður að gjöra? Látið hann bölva því að Drottinn bauð honum að bölva Davíð. [ Hver þorir að segja: Hvar fyrir gjörir þú svo?“ Og Davíð sagði til Abísaí og til allra sinna þénara: „Sjá, minn son sá sem kominn er af mínu lífi situr um mitt líf. Hvar fyrir skyldi nú þá ekki son Jemíní (það gjöra)? Látið hann bölva því að Drottinn hefur bífalað honum það. Ske má að Drottinn álíti mína eymd og ömbuni mér góðu fyrir þessa dags bölvan.“ Svo gekk Davíð sína leið og hans menn. En Símeí gekk hinumegin með fjallshlíðinni jafnframt þeim, blótandi, og kastaði grjóti og jós moldu að honum.

Kóngurinn kom og allir þeir menn sem með honum voru móðir af göngu og tóku þar hvíld. En Absalom og allir Ísraelsmenn komu til Jerúsalem og Akítófel með honum. [ En sem Húsaí Arachiter, vin Davíðs, kom inn fyrir Absalom þá sagði hann til Absalom: [ „Heill, heill, herra kóngur!“ Absalom svaraði Húsaí: „Er þetta þín miskunn er þú veitir vin þínum? Hvar fyrir ertu ei farinn með vin þínum?“ Húsaí sagði til Absalom: „Ekki so heldur hvern sem Drottinn útvelur og so þetta fólk og svo allir Ísraelsmenn hans mun eg vera og hjá honum blífa. Þar næst hverjum skal eg þjóna? Skal eg ekki þjóna hans syni? So sem eg þjónaði þínum föður svo vil eg vera fyrir þér.“

Þá sagði Absalom til Akítófel: [ „Gef út ráð hvað vér skulum aðhafast.“ Akítófel sagði til Absalom: „Sof hjá þínum föðurs frillum þeim hann lét hér eftir að geyma sinna herbergja. So skulu allir Ísraelsmenn það frétta að þú hefur saurgað þinn föður og munu þá styrkjast hendur þeirra allra er þér fylgja.“ Og þeir slógu tjaldi Absolons upp á þekjunni og Absalom lá hjá síns föðurs frillum að ásjáandi öllum Ísrael.

En þá Akítófel gaf nokkuð ráð út á þeim tíma þá var það svo haldið sem menn hefðu ráðgast um við Guð. [ Svo var öll Akítófels ráðagjörð so þá hann var með Davíð sem nú hann var með Absalon.