XLII.

Börn óguðlegra manna og þeir sig samlaga við óguðræka verða ekki utan svívirðing. [

Óguðrækinna barna arfagóss fyrirferst og þeirra eftirkomendur hljóta forsmáðir að verða.

Börnin hljóta að ásaka sinn óguðrækinn föður því að fyrir hans skuld eru þau foröktuð.

Vei yður óguðlegum sem forlátið lögmál Hins hæðsta! Hvert heldur þér lifið eður deyið so eru þér bölvaðir.

Líka sem allt það er kemur af jörðunni aftur að nýju að jörðu verður so koma óguðhræddir af bölvan til fyrirdæmingarinnar.

Mótgang manns (má vel ske) varir so lengi sem hann lifir en nafn óguðlegra hlýtur að afmást því að það dugir ekki.

Sjá þú til að þú haldir góðu nafni. Það blífur öruggara en þúsund margir fésjóðir.

Lífið það sé so gott sem þú vill, þó varir það um lítinn tíma, en eitt gott nafn blífur ævinlega.

Börn mín, nær yður vel gengur sjáið til og blífið í Guðs ótta. Hvar fyrir skammist þér minna orða? Menn skammast sín oft þar menn skyldu sín ekki skammast og samþykkja oft það ei skal samþykkjast.

Faðir og móðir skammist sín af hórdómi, einn höfðingi og herra af lygum, einn dómari og ráðuneyti af rangindum, alþýðufólk af óhlýðni, einn náungi og vinnur mein að gjöra, einn nágranni að stela. [ Skammast þí að þú liggur með þínum armleggjum yfir brauðinu á borðinu. Skammast þín að kannt ei að standa þinn reikningsskap og ansar ekki þegar mann heilsar á þig. Skammast þín eftir skækjum að líta og þinni ásjónu frá þér skyldum manni að snúa. Skammast þín arfskipti og morgungjöf frá að taka annars manns eiginkonu að girnast. Skammast þú þín annars ambátt að girnast og við hennar sæng að standa. Skammst þú þínum vin um nokkuð að brígsla og nær þú gefur honum nokkuð so tel það ekki eftir honum. Skammast þú þín eftir að segja allt það þú heyrt hefur og að opinbera leynilegt trúnaðarmál. So skammast þú þín réttilega og verður öllum mönnum ljúfur og vel virtur.

En þessara hluta skammast þú þín ei og gjör fyrir einkis manns skuld rangt, sem er: Lögmál og sáttmáli Hins hæðsta, að hjálpa þeim guðhrædda til réttinda, trúlega að höndla þinn náunga og félaga, vinum arfskiptinu til að snúa, gætnum að vera, réttan mælir og vigt að halda, að vera til friðs hvert sem þú aflar mikið eður lítið, réttilega að handtéra með veraldleg auðæfi í kaupi og sölu, börn með athygli upp að ala, vondan þræl vel að strýkja, fyrir illri konu það þitt er vel að geyma, fyrir hrissunarsömum höndum alla hluti vel að læsa, hvað mann verður þeim í hendur að fá, telja allt og vega, allt útgjald og inntekt upp að skrifa, óskynsömum og heimskum að kenna, einnin og afgömlu fólki, að eila ei við ungmenni. [ Svo verður þú snarlega vel skikkaður maður og af öllum lofaður.

Ein dóttir sú ógefin er hún gjörir föðurnum miklar vökur og áhyggja fyrir henni sviptir hann miklum svefni. [ Á meðan hún er ung að hún megi verða gömul og þegar hún giftist að hennar maður megi henni gramur verða, eður á meðan hún heldur meydóminum að hún megi verða skömmuð og í síns föðurs húsi ólétt, eður þegar hún er hjá manni megi hún sig ekki vel halda eður hann kunni eigi börn við henni að eiga.

Lít ekki í kringum þig eftir fríðum kvenmanni og vert ekki so gjarna hjá konum. Því að líka sem úr klæðunum kemur motti so kemur og af konunum mikið illt. Háskalausara er að vera hjá illum manni en hjá vinsamlegri konu sem gjörir manni háðung og spott.