Nær eð þú innkemur í það land sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér til að erfa og þú eignast það og býr þar inni þá skalt þú taka þann alls kyns fyrsta ávöxt í landinu sá eð kemur af þeirri jörðunni sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér og þú skalt leggja það í eina körf og ganga burt til þess staðar sem Drottinn Guð þinn mun útvelja þar hans nafn skal búa. [ Og þú skalt koma til þess kennimannsins sem þá er á þeim dögum og segja til hans: „Ég meðkenni í dag fyrir Drottni Guði þínum að ég er kominn í það land sem Drottinn sór forfeðrum vorum að gefa oss.“

Og presturinn skal taka körfina af þinni hendi og setja hana niður fyrir altari Drotitns Guðs þíns. Þá skalt þú svara og segja fyrir Drottni þínum Guði: „Hinir sýrlensku vildu fyrirfara föður mínum. Þá dróg hann ofan í Egyptaland og var þar einn útlendingur með fátt eitt fólk og hann varð þar eitt mjög öflugt og margt fólk. En hinir egypsku breyttu illa við oss og þvinguðu oss og lögðu einn harðan þrældóm á oss.

Þá kölluðu vér til Drottins Guðs feðra vorra og Drottinn heyrði vort ákall og sá vora útlegð, angist og ánauð og útleiddi oss af Egyptalandi með voldugri hönd og útréttum armlegg og með miklum skelfingum, fyri tákn og stórmerki, og leiddi oss hingað til þessa staðar og hefur gefið oss þetta land sem mjólk og hunang flýtur inni. Nú ber eg hingað þann fyrsta ávöxt landsins sem þú, Drottinn, gefur mér.“ Og þú skalt láta það vera fyrir Drottni Guði þínum og tilbiðja þar Drottin Guð þinn og gjöra þig glaðan yfir öllu því góða sem Drottinn Guð þinn hefur gefið þér og þitt heimkynni, þú og Levítinn og sá hinn framandi sem hjá þér er.

Nær eð þú hefur safnað öllum tíundum til samans af allri þinni inntekt á því þriðja árinu, það er eitt tíunda ár, þá skalt þú gefa Levítanum, þeim framanda, þeim föðurlausa og ekkjunni, að þeir eti innan þinna portdyra og verði mettir. [ So skalt þú segja fyrir Drottni Guði þínum: „Eg hefi borið af mínu húsi það sem heilagt er gjört og hefi gefið Levítanum, útlendinginum, hinum föðurlausa og ekkjunni, eftir öllum þínum boðorðum sem þú hefur boðið mér. [ Eg hefi ekki afvikið eður forgleymt þínum boðorðum. Eg hefi þar einskis afneytt í minni sorg og þar ekki neitt aftekið í mínum óhreinleika. Eg hefi ekki neitt gefið hinum dauða þar út af. Eg hefi verið raustinni Drottins Guðs míns hlýðugur og hefi gjört það allt sem hann hefur boðið mér. Líttu ofan hingað af þínu heilaga sæti á himnum og blessa þú Ísrael þitt fólk og það landið sem þú hefur gefið oss, so sem að þú hefur svarið vorum forfeðrum, eitt land sem mjólk og hunang inniflýtur.“

Drottinn Guð þinn býður þér í dag að þú skulir gjöra eftir öllum þessum boðorðum og réttindum so að þú varðveitir þau og gjörir þar eftir öllu hjarta og af allri þinni gjörvallri sálu. [ Þú hefur talað í dag fyrir Drottni að hann skuli vera þinn Guð, að þú viljir ganga í öllum hans vegum og halda hans lögmál, boðorð og réttindi og hlýða hans raust. Og Drottinn hefur tilsagt þér í dag að þú skulir vera hans eigið fólk so sem það hann hefur sagt þér, að þú skulir halda öll hans boðorð og hann skuli upphefja þig og að þú skulir hrósast, prísast og heiðrast yfir öllu fólki sem hann hefur gjört, að þú sért eitt heilagt fólk Drottins Guðs þíns so sem það hann hefur sagt.