XII.

Fyrir því beiði eg yður, góðir bræður, fyrir miskunn Guðs að þér gefið yðra líkami til þess offurs sem lifandi er og heilagt og Guði þakknæmt hvert að er yðar skynsammleg Guðs þjónusta. [ Og hegðið yður eigi eftir þessum heimi heldur gjörið yður umskiptilega með endurnýjungu yðvars hugskots so að þér megið reyna hver að sé góður, þægur og algjörður Guðs vilji.

Því að eg segi fyrir þá náð sem mér er gefin hverjum sem einum yðar á milli það enginn haldi meir út af sér en honum byrjar af sér að halda heldur haldi hann út af sér hóflega eftir því sem Guð hefur útskipt hverjum og einum mæling trúarinnar.

Því að líka sem vér höfum marga limu á einum líkama en allir limirnir hafa ei líka hegðan líka so erum vér margir einn líkami í Christo en vor á millum erum vér hver annars limur og höfum margháttaðar gjafir eftir þeirri náð sem oss er gefin. Hafi nokkur spádóm þá sé hann trúnni líkur. Hefur nokkur embætti þá gæti hann þess embættis. Kennir nokkur þá vakti hann þá kenning. Áminnir nokkur þá hyggi hann að þeirri áminning. Gefur nokkur þá gefi hann einfaldlega. Stjórnar nokkur þá stjórni hann með áhyggju. Fremur og nokkur miskunnsemi þá gjöri hann hana með góðfýsi.

Elskan sé flærðarlaus. Hatið hið vonda en loðið á hinu góða. Bróðurlegur kærleiki sé ástúðlegur yðar á milli. Hafi hver annan sér í virðingum æðra. Verið og eigi latir í því þér skuluð vinna. Verið glóandi í andanum. Hegðið yður eftir tíðinni. Verið glaðir í voninni en þolinmóðir í kvölinni, staðfastir í bæninni. Annist nauðþurftir volaðra. Kostgæfið gestrisni. Blessið þá er yður ofsækja, blessið en bölvið eigi. Fagnið með fögnundum en grátið með grátundum. Verið samhuga innbyrðis. Stundið eigi það hvað hátt er heldur lútið að því sem lágt er. Verið eigi sérklókir. Gjaldið öngum illt á móti illu. Leggið kapp á að vera siðsamir það mögulegt er við hvern mann og það þér formegið þá hafið frið við alla menn.

Hefnið yðar eigi sjálfir, mínir elskulegir, heldur gefið [ rúm reiði Guðs. Því að skrifað er: „Mín er hefndin, eg vil endurgjalda, segir Drottinn.“

Nú ef óvin þinn hungrar þá gef honum fæðu, þyrstir hann gef honum að drekka en nær þú gjörir þetta þá safnar þú glóðum elds yfir höfuð honum. Lát ei yfirstíga þig hið vonda heldur yfirvinn þú hið vonda með góðu.