Og sem hallæristíðin þrengdi þeim fast í landinu og er þeim atvinnum var lokið sem þeir höfðu flutt af Egyptalandi þá mælti Jakob við sonu sína: „Farið aftur þangað og kaupið oss nokkrar fæðslur.“ Þá svaraði Júda og sagði: „Sá maður lagði mikið við það og talaði so: Þér skuluð ekki sjá mitt andlit nema því aðeins að yðar yngsti bróðir sé með yður. Sé það nú so að þú viljir senda vorn bróðir með oss þá viljum vér ferðast þangað og kaupa þér atvinnur. En viljir þú ekki senda hann með oss þá förum vér ekki ofan þangað því að sá maður sagði til vor: Þér skuluð ekki sjá mína ásjónu nema því aðeins að yðar bróðir sé með yður.“

Ísrael svaraði: „Mér til hörmungar gjörðu þér það að þér sögðuð honum að þér ættuð nú enn einn bróður.“ Þeir svöruðu: „Sá maður spurði oss so nákvæmlega að vorri ætt og um oss sjálfa, hvort faðir vor lifði eður hvort vér ættum bróður nokkurn? Þá svöruðu vér honum eftir því sem hann oss aðspurði. Eða hvernin mátti oss það í hug koma að hann mundi segja: Færið yðarn bróður hingað með yður?“

Þá sagði Júda til Ísraels síns föðurs: „Láttu sveinin fara með mér svo vér megum búa oss til og ferðast og lifum en deyjum ekki, bæði vér og þú og vor smábörn. Eg vil vera í borgun fyrir hann, þú skalt krefja hans af minni hendi. Og ef eg færi þér hann ei aftur og set hann fyrir þín augu þá vil eg bera þá synd alla mína daga. Og hefðum vér ekki tafið þá hefðum vér allareiðu tvær reisur farið.“

Þá sagði þeirra faðir Ísrael til þeirra: „Fyrst nauðsyn stendur til þá gjörið það og takið af þeim besta ávexti landsins í yðar sekki og færið þeim manni gjafir, sem er nokkuð balsamum og hunang og jurtir og myrru og dattel og mandel. [ Takið og aðra peninga með yður og þá peninga sem komnir voru í yðar sekki hafið aftur. Ske má að þar hafi mistekist til. Takið og hér til yðarn bróður, takið yður upp og farið aftur til þess manns. En Guð almáttigur gefi yður miskunnsemi fyrir þeim manni svo hann láti koma þann annan yðarn bróður og þennan Ben-Jamín aftur heim með yður. En eg hlýt nú að vera so sem sá að ræntur er sínum börnum.“

So tóku þeir gáfurnar og tvefalda peninga með sér og Ben-Jamín, tóku sig upp og fóru í Egyptaland og komu fyrir Jósef. [ Þá leit Jósef Ben-Jamín með þeim og sagði til síns ráðsmanns: „Fylg þessum mönnum til herbergis, slátrið og reiðið til, því þeir skulu eta með mér miðdagsverð.“ Og maðurinn gjörði sem að Jósef bífalaði honum og fylgdi mönnunum í Jósefs hús.

En þeir óttuðust fyrir því að þeir voru leiddir inn í Jósefs hús og sögðu: „Vér erum látnir hér inn fyrir sökum þeirra peninga sem vér fundum í vorum sekkjum so að hann komi sökum á oss og láti síðan einn dóm ganga yfir oss so hann kunni með þessu að taka oss til þræla með vorum ösnum.“ [ Þar fyrir gengu þeir til Jósefs ráðsmanns og töluðu við hann fyrir dyrum úti og sögðu: „Minn herra, vér fórum fyrri ofan hingað að kaupa fæðslur. Og þá vér komum til herbergis og leystum til vorra sekkja, sjá, þá fann hver einn sína peninga ofan á í sínum sekk með fullri vigt og því höfum vér fært þá hingað með oss aftur. Vér höfum og tekið aðra peninga með oss að kaupa oss fæðslur fyrir. En vér vitum ekki hver lagt mun hafa vora peninga aftur í vora sekki.“

Þá sagði hann: „Verið til friðs, óttist ekki, yðar Guð og yðra feðra Guð hefur gefið yður fésjóð í yðra sekki. Eg meðtók yðra peninga.“ Og hann leiddi Símeon út til þeirra og leiddi þá í Jósefs hús og gaf þeim vatn að þvo sína fætur, svo gaf hann og þeirra eykjum fóður. En þeir tilreiddu sínar gjafir í móti því að Jósef mundi koma um miðdaginn, því þeir höfðu heyrt að þeir skyldu fá þar matar.

En sem Jósef gekk nú inn í herbergið báru þeir honum þeirra gáfur í sínum höndum og féllu niður til jarðar fyrir hönum. [ En hann heilsaði þeim blíðlega og sagði: „Hversu má sá gamli maður yðar faðir af hverjum þér sögðuð mér, lifir hann enn nú?“ Þeir svöruðu: „Vel má þinn þénari vor faðir og hann lifir enn nú.“ Og þeir lutu og féllu niður fyrir honum.

Þá upplyfti hann sínum augum og sá sinn bróður Ben-Jamín sammæddan við sig og sagði: „Hvert er það yðar yngsti bróðir sá er þér sögðuð mér frá?“ Og hann sagði framvegis: „Guð miskunni þér, minn son.“ Og Jósef flýtti sér því hans hjarta brann af ást við sinn bróður og tárin féllu af honum og hann gekk inn í sitt svefnhús og grét þar. Og sem hann hafði þvegið sitt andlit gekk hann út og lét ekki á sér sjá og sagði: „Leggið brauð á borðið.“

Svo báru þénararnir sérílagi fyrir hann og sérílagi fyrir hans bræður og sérílagi fyrir þá egypsku sem átu með honum. [ Því að ekki leyfist egypskum að eta með þeim ebreskum því það er þeim svívirðulegt. Og þeir voru settir þvert yfir frá honum, sá frumgetni eftir sinni frumgetningu og sá inn yngsti eftir sínum unga aldri. Það undruðust þeir aðrir sín í milli. Og hann sendi sendingar frá sér til þeirra en þó mestar Ben-Jamín so að hann fékk fimm slík meir en hinir aðrir. Og þeir drukku og urðu drukknir með honum.