XXXVIII.

Á þeim tíma varð Ezechia dauðsjúkur. Og spámaðurinn Esaias sonur Amos kom til hans og sagði honum: „Þetta segir Drottinn: Ráðstafa þú þínu húsi það þú munt deyja og ekki lifa.“ Þá sneri Ezechia sínu andliti til veggjar og bað til Drottins og sagði: „Minnstu, Drottinn, á það hvernin að eg hefi gengið fyrir þér í sannleika með fullkomnu hjarta og það gjört hvað þér hefur líkað.“ Og Ezechia grét mjög.

Þá skeði orð Drottins til Esaia og sagði: „Far þú og seg Ezechia: So segir Drottinn Guð þíns föðurs Davíðs: Eg hefi heyrt þína bæn og séð þín táraföll. Sjá þú, að eg vil lengja þína lífdaga um fimmtán ár og vil þig samt með þessari borg frelsa af hendi kóngsins í Assyria. Því að eg vil vernd veita þessari borg. Og það skal þér til teikns vera af Drottni að Drottinn mun það sama gjöra hvað hann hefur talað. [ Sjá nú, eg mun skuggann á sólarskífunni Akas láta aftur um tíu strik til baka ganga yfir hver eð hann hefur áður gengið so það sólin skal ganga um tíu línur til baka aftur á sólarskífunni yfir hverjar að hún er þó áður gengin.“

Þetta er sú ritningin Ezechia kóngsins Júda þá eð hann hafði sjúkur verið og var heilbrigður vorðinn af krankdæminu: [

Eg sagða: Nú hlýt eg að fara til heljar portdyra, þá minn tími var úti, þá eg hugði mér þó lengur að lifa.

Ég sagða: Nú má eg ekki lengur sjá Drottin, já þann Drottin í landinu þeirra lifendu. Nú má eg ekki meir sjá þá menn, eigi hjá þeim lifa sem sína æfi útlifa.

Mín ævi er liðin og frá mér í burt svipt so sem annað fjármannahreysi og eg slít mína lífdaga í burtu líka sem vefjarmaður.

Hann [ þurrsýgur mig upp, þú endar minn dag út áður en kveldar.

Eg hugsaði: Mætta eg enn lífa allt til morgins! En hann í sundurkramdi í mér öll mín bein líka sem annað león. Því að þú útendar daginn við mig áður en kveldar.

Eg tísta sem tranan og svalan og stundi líka sem dúfa, mín augu vildu útspringa, Drottinn, eg líð ánauð, lina þú mér.

Ó hversu glaðvær vil eg tala með því að hann hefur tilsagt mér það og gjörir það einnin, þar fyrir vil eg alla mína lífdaga forðast fyrir svoddan harmkvælingu minnar sálu.

Drottinn, [ þar út af lifum vér og það lífið míns anda stendur með öllu í því sama það þú lést mig sofna út af og lífgaðir mig.

Sjá þú, um huggan var eg mjög angurbitinn en hjartanlega þá hefir þú að þér tekið mína sálu so að hún fordjarfaðist ei. Því að þú fleygir öllum mínum syndum á bak þér aftur.

Því að helvítið það lofar þig ekki, so prísar þig og ekki dauðinn og þeir sem ofanstíga í gröfina vænta ekki upp á þinn sannleika

heldur alleinasta þeir sem lifa þá lofa þig, so sem að nú gjöri eg. Faðirinn mun börnunum kunnan gjöra þinn sannleika.

Drottinn, hjálpa þú mér, þá viljum vér spila mína lofsöngva so lengi vér lifum í húsi Drottins.“

Og Esaias skipaði að taka plástur af fíkjum og leggja yfir hans sár so að hann yrði heilbrigður. En Ezechia sagði: „Hvílíkt teikn er það að eg megi uppganga í hús Drottins?“