XII.

Þessir eru þeir konungar landsins sem Ísraelssynir slógu og eignuðust þeirra lönd hinumegin Jórdanar í mót austri frá því vatni Arnon og til fjallsins Hermon og allt það víðlendið í mót austri: Síhon kóngur þeirra Amoritarum sem byggði í Hesbon hvers ríki eð var frá Aróer sem liggur hjá Arnon vatsbakka og mitt í vatnið og yfir hálft Gíleað allt til vatsins Jabbok sem er landamerki Ammónsona og yfir það slétta landið inn til sjóar Kinneret, þar austur og yfir það slétta land til þess salta hafs í austur, á þann veg til Bet Jesímót og frá suðri til lækjanna fjallsins Pisga. [

So og kóngsins Óg landamerki í Basan sem eftir var af þeim stóru risum og bjó í Astarót og Edrei og ríkti yfir fjallið Hermon, yfir Salka og yfir alla Basan inn til þeirra landsmerkja Gesuri og Maachati og helftarinnar Gíleað sem var Síhon kóngsins af Hesbon landamerki. [ Móses þénari Drottins og Ísraelssynir slógu þá og Móses Guðs þénari gaf þeirra land til eignar þeim sonum Rúben og sonum Gað og hálfum Manasses kynþætti.

En þessir eru landsins kóngar sem Jósúa og Ísraelssynir slógu hinumegin Jórdanar í mót vestri frá Baal Gað til Libani fjallssléttu og til þess fjalls sem í sundur skilur landið upp í mót Seír og Jósúa gaf Ísraels ættkvíslum það til eignar, hverjum sinn part, af því sem var á fjöllunum, í dölunum og so og á mörkinni, hjá lækjunum og þá eyðimörk í móti suðri: (þessar þjóðir) Hethiter, Amoriter, Cananiter, Pheresiter, Heviter og Jebusiter: [

Kóngurinn af Jeríkó, kóngurinn af Aí sem liggur á hina síðu Betel, kóngurinn af Jerúsalem, kóngurinn af Hebron, kóngurinn af Jarmút, kóngurinn af Lakís, kóngurinn af Eglon, kóngurinn af Geser, kóngurinn af Debír, kóngurinn af Geder, kóngurinn af Harma, kóngurinn af Arad, kóngurinn af Líbna, kóngurinn af Adúllam, kóngurinn af Makkeda, kóngurinn af Betel, kóngurinn af Tappúa, kóngurinn af Hefer, kóngurinn af Afek, kóngurinn af Saron, kóngurinn af Madon, kóngurinn af Hasór, kóngurinn af Simrón Meróm, kóngurinn af Aksaf, kóngurinn af Taanak, kóngurinn af Megíddó, kóngurinn af Kedes, kóngurinn af Jokneam hjá Karmel, kóngurinn af Nafót Dór, kóngurinn af Gilgal sem var kóngur heiðingjanna, kóngurinn af Tirsa. Og þeir eru ellefu og tuttugu kóngar.