Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Bjóð þú Ísraelssonum og seg þú til þeirra: Fórnfæring míns brauðs, sem er eitt offur til eins sæts ilms, skulu þér halda á sínum tíma að þér offrið mér því. Og seg til þeirra: Þetta eru þær fórnir sem þér skuluð offra Drottni: Ársgamalt lamb sem er án lýta, hvern dag tvö til eins daglegs brennioffurs, annað að morni og annað að kveldi. Þar til tíunda part af efa hveitimjölssarla til eins matoffurs mengað með oleo það sem er skekið, einn tíundapart af hín. Það er eitt daglegt brennioffur það sem þér fórnfærðuð á Sínaífjalli, til eins sæts ilms, einn eldur fyrir Drottni. Þar til drykkoffur, já, til eins lambs fjórðapart af hín. Mann skal offra víni til drykkjaroffurs fyrir Drottni. Það annað lambið skaltu færa í mót aftni líka sem matoffur um morguninn og þess drykkjaroffur til offurs sætleiks ilms fyrir Drottni.

En á sabbatsdegi tvö lömb ársgömul án lýta og tvo tíundaparta hveitisarlamjöls blandað með oleo til eins matoffurs og drykkjaroffur þar til. [ Það er sérhvers sabbatsdags brennioffur, fyrir utan það daglega brennioffur með sínu drykkjaroffri.

En þann fyrsta dag í öðrum mánuðu = mánuðinum/mánuðum??? Skulu þér fórnfæra Drottni eitt brennioffur: Tvo unga uxa, einn hrút, sjö lömb ársgömul án lýta, og so þrjá tíundaparta hveitimjölssarla til matoffurs blandað með oleo til hvers uxa og tvo tíundaparta hveitimjölssarla til matoffurs mengað með oleo til hvers hrúts og tvo tíundaparta hveitimjölssarla til matoffurs blandað með oleo til hvers lambs. [ Það er brennioffur sætlegs ilms fyrir Drottni. Og þeirra drykkjaroffur skal vera ein hálf hín víns til uxans og inn þriðji part af hín til hrútsins og inn fjórði partur hín til lambsins. Það er brennioffrið á sérhverjum mánuði um árið. Hér með skal mann færa Drottni einn kjarnhafur til syndaoffurs auk þess daglega brennioffurs með sínu drykkjaroffri.

En á þeim fjórtánda degi hins fyrsta mánaðar eru páskar Drottins og á fimmtánda degi á þeim sama mánaði er hátíð. [ Menn skulu eta ósýrt brauð í sjö daga. Sá fyrsti dagur skal kallast heilagur að þér skuluð koma til samans. Þér skuluð ekkert erfiði fremja í þessa daga. Og þér skuluð offra Drottni brennioffri: Tvo unga uxa, einn hrút, sjö lömb ársgömul vankalaus, með þeirra matoffri, sem er þrír tíundapartar hveitimjölssarla blandað með oleo til sérhvers uxa og tvo tíundaparta til hrútsins og so einn tíundapart til hvörs lambs af þeim sjö, so og einn kjarnhafur til syndaoffurs og forlíkunar fyrir yður. Þetta skulu þér gjöra á morna að auk þess brennioffurs sem er eitt daglegt brennioffur. Eftir þessum hætti skulu þér hvern dag þá sjö daga í samt offra brauði til eins offurs sæts ilms fyrir Drottni fyrir utan það daglega brennioffur og drykkjaroffur. Og sá sjöundi dagur skal kallast heilagur hjá yður að þér komið til samans. Þér skuluð öngva vinnu vinna á þeim degi.

Og sá dagur fyrsta ávaxtar þá þér offrið Drottni það nýja matoffur þá yðar vikur eru úti hann skal kallast heilagur, so þér skuluð koma til samans. [ Þér skuluð ekkert erfiði fremja á þeim degi. Og þér skuluð fórnfæra Drottni brennioffur til eins sæts ilms: Tvö ungneyti, einn hrút, sjö lömb ársgömul og þar til þeirra matoffri þrjár tíundir hveitimjölssarla mengað með oleo til hvers nauts, tveimur tíundum til hrútsins og svo einni tíund til hvers lambs af þeim sjö lömbum, og einn kjarnhafur til einnrar forlíkunar fyrir yður. Þetta skulu þér gjöra auk þess daglega brennioffurs með sínu matoffri. Þetta skal vera án lýta þar með þeirra drykkjaroffur.