CXXX.

Lofsöngur í hákornum.

Burt úr djúpinu hrópa eg, Drottinn, til þín.

Heyr þú, Drottinn, mína rödd, láttu þitt eyra hyggja að röddu minnar grátbeiðni.

Ef að þú, Drottinn, vilt tilreikna syndirnar, Drottinn, hövr má það standast?

Í hjá þér er fyrirgefningin svo að menn óttist þig.

Eg vænti Drottins, mín sála hún bíður so við og eg vona upp á hans orð.

Mín sála hún bíður Drottins í frá einni morguneyktinni allt til annarrar.

Ísrael voni upp á Drottin því að hjá Drottni er miskunnsemi og í hjá honum er nógleg endurlausn.

Og hann mun frelsa Ísrael út af öllum hans syndum.