XVIII.

Heyr hvað mikil að miskunn Drottins er og hann lætur finna sig náðugan af þeim sem til hans snúa sér. [ Því að hvað kann maðurinn þó að vera fyrst að hann er ekki ódauðlegur? Hvað er sólunni bjartara? Þó hlýtur hún að forganga og hvað hold og blóð uppþenkir það eru vondir hlutir. Hann sér ómælilega hæð himinsins en allir menn eru mold og aska.

En sá eilíflega lifir, allt hvað hann gjörir það er fullkomið. Drottinn er alleinasata réttlátur, enginn kann út að segja hans verk. Hver kann að höndla hans stórmerki? Hver kann hans miklu magt að mæla? Hver kann hans miklu miskunn að útskýra? Menn kunna hana hverki að minnka né auka og menn kunna eigi að höndla hans inu miklu dásemdir.

En þegar maður hefur allt til reiðu sitt besta gjört so er það þó valla uppbyrjað og þegar hann meinar hann hafi það fullkomnað þá er þó mikils vant. Því að hvað er maðurinn eða hvað dygir hann til? Hvað kann hann bata eða skaða? Þegar hann lifir lengi so lifir hann hundrað ár. Líka sem einn vatsdropi í móti sjávarhafi og so sem eitt korn hjá sjávarsandi, so stutt eru hans ár hjá eilífðinni.

Þar fyrir hefur Guð þolinmæði við þá og hellir sinni miskunn út yfir þá. Hann sér vel og veit að þeir hljóta allir dauðans að vera. Þar fyrir miskunnar hann sig þess ríkuglegar yfir þá. Mannsins miskunn gengur alleina yfir hans náunga en Guðs miskunn gengur yfir alla veröldina. Hann straffar og tyttir, hann kennir og önn elur, líka sem einn hirðir fyrir sinni hjörð. Hann miskunnar þeim öllum sem láta sér undirvísa og Guðs orð gaumgæfilega heyra.

Son minn, þegar þú gjörir einhverjum gott so gjör þig ei átölusaman og þá þú gefur nokkuð so stygg hann ekki með hörðum orðum. [ Döggin kælir hitann, so er og betra eitt gott orð heldur en gáfa. Já, eitt orð er oft þægilegra heldur en mikil gáfa og hyllisæll maður gefur hvorttveggja. Einn heimskur maður telur það eftir með óhæversku og óvinsamleg gáfa er leiðinleg.

Lær þú sjálfur áður en þú kennir öðrum mönnum. [ Hjálpa þú fyrri sjálfum þér en þú læknar aðra. Straffa þig fyrst áður en þú dæmir aðra, so muntu náð finna þegar aðrir straffaðir verða.

Drag eigi undan þína yfirbót þar til þú sjúkur verður. [ Betra þig heldur á meðan þú kannt að syndga. Drag þú eigi undan góður að verða og bíð ekki með betrun þíns lifnaðar allt til dauðans.

Og viljir þú Guði þjóna so lát þér það vera alvöru so þú freistir eigi Guðs. Minnstu þeirrar reiði sem koma mun á síðasta degi og á þá hefnd þegar þú hlýtur í burt að fara. Því að þá mann er saddur þá skal hann þenkja að aftur að nýju kann hann hungraður að verða og þegar mann er ríkur so skal hann hugsa að aftur á ný kann hann fátækur að verða. Því að það kann fyrir kveldtímann öðruvís að verða en það var um morguninn og slíkt allt skeður snarlega fyrir Guði.

En hygginn maður er í þessu öllu áhyggjufullur og spornar við syndum á meðan hann kann að syndga.

Hver skilningsfullur er sá meðtekur þvílíkan vísdóm og hver hann fær sá lofar hann. Hver slíkan lærdóm hefur réttilega numið sá kann sig víslega að halda og vel þar út af að tala til betrunar.