Og vér snerum oss og fórum upp þaðan þann veg sem liggur til Basan. Þá dró Óg kóngurinn af Basan út í móti oss með allt sitt fólk til bardaga hjá Edrei. En Drottinn sagði til mín: „Vert óhræddur fyrir honum því að ég hefi gefið hann og allt hans fólk og hans land í þínar hendur. Og þú skalt gjöra við hann líka sem þú gjörðir við Síhon Amoríta kóng sem bjó í Hesbon.“ So gaf Drottinn Guð vor einnin Óg kónginn af Basan í vorar hendur með öllu hans fólki, so að vér slóum hann þangað til að þar var enginn eftir. [

Þá yfirunnum vér þann sama tíma allar hans borgir og þar var enginn sá staður að vér tókum eigi frá honum, sextygi borgir, allt það héraðið Argób í kóngaríkinu Óg í Basan. Allir þessir staðir voru rammbyggðir með hávum múrveggjum, borgarhliðum og slagbröndum, fyrir utan mörg önnur kauptún sem ekki voru múrveggir um kring. Og vér foreyddum þá líka so sem vér gjörðum við Síhon kónginn af Hesbon. Alla staðina foreyddum vér, bæði mönnum, konum og börnum. En allt kvikféð og herfangið sem var í stöðunum drógum vér undir oss.

So tókum vér í þann tíma landið af hendi þeirra tveggja Amorítis kónga þessumegin Jórdanar, allt í frá þeim læknum Arnon inn til fjallsins Hermon, hvert eð Sídonítis kalla Siríon. [ En þeir Amorei kalla það Senír. Alla staðina á sléttlendinu og gjörvallt Gíleað og allt Basan inn til Salka og Edrei, þá staðina í Ógs kóngsríki af Basan. Því að kóngurinn Óg af Basan var nú enn eftirblífinn af risunum. Sjá þú, hans járnsæng er hér í Rabbat hjá sonum Amón, níu álna löng og fjögra álna breið, eftir kallmanns alin. [

Og vér lögðum það land undir oss þann sama tíma í frá Aróer sem liggur hjá læknum Arnon. Og ég gaf Rúben og Gað það hálfa fjallið Gíleað með sínum stöðum. [ Og því hálfu Manasses slekti gaf ég þá aðra helftina af Gíleað og allt kóngaríkið Óg af Basan og gjörvallt héraðið Argób og allt Basan, það kallast Risaland. [ Jaír son Manasses tók allt héraðið Argób inn til Gessúrí og Maakatí landamerkja og hann kallaði Basan eftir sínu nafni Havót Jaír allt til þessa dags. [ En Makír gaf ég Gíleað. Og þeim af Rúben og Gað gaf ég einn partinn af sama landi Gíleað inn til lækjarins Arnon, mitt í lækinn sem landamerkið er, og allt inn til þess lækjarins Jabok sem er landamerki sona Amón. Þar með sléttu vellirnir og Jórdan (sem er landamerkið), frá Kíneret inn til sjávarins hjá sléttlendinu sem er sá salti sjórinn neðanvert hjá því fjallinu Pisga móti austrinu.

Ég bauð yður þann sama tíð og sagði: „Drottinn Guð yðar hefur gefið yður þetta land til eignar. Af því dragið nú herklæddir frammi fyrir yðar bræðrum Ísraelssonum so margir sem færir eru í stríð að fara, fyrir utan yðar húsfreyjur, börn og fénað (því að ég veit að þér hafið mikið kvikfé), það látið blífa í yðrum stöðum, þeim sem ég hefi gefið yður, þangað til að Drottinn hann kemur yðar bræðrum til hvíldar so sem yður so að þeir megi og eignast það land sem Drottinn Guð yðar mun gefa þeim hinumegin Jórdanar. Þá skulu þér snúa aftur hver til sinnar eignar sem ég hefi gefið yður.“

Og ég bauð Jósúa þann sama tíma og sagði: „Þín augu hafa séð allt hvað Drottinn hefur gjört þessum tveimur kóngunum, so mun og Drottinn gjöra við öll þau kóngaríki sem þú dregur til. [ Vert ekki hræddur fyrir þeim því að Drottinn Guð yðar stríðir fyrir yður.“

Og ég bað Drottin þann sama tíma og sagði: „Drottinn, Drottinn, þú hefur uppbyrjað að sýna þínum þénara þína dýrð og þína öflugu hönd. [ Því hver er sá nokkur Guð á himni og jörðu sem kunni að gjöra eftir þínum verkum og magtarveldi? Lát þú mig fara og sjá það góða landið hinumegin Jórdanar, það góða fjallið og Líbanon.“ En Drottinn var reiður við mig fyri yðar skuld og bænheyrði mig ekki heldur sagði hann til mín: „Lát þó so nægja, seg þú mér þar ekki meira út af. Stíg þú uppá hæðirnar fjallsins Pisga og upplyft þínum augum mót vestrinu og mót norðrinu og mót suðrinu og mót austrinu og sjá það með augunum því þú skalt ekki ganga yfir þessa Jórdan. Heldur skipa þú Jósúa að hann sé hraustur og óefaður því að hann skal ganga fyrir þessu fólkinu yfir um Jórdan og skal útskipta með þeim því landinu sem þú skalt sjá.“ Og so vorum vér í þeim dalnum gegnt [ húsinu Peór.