XVII.

Þar var einn maður á fjallbyggðum Efraím sem hét Míka. Hann sagði til sinnar móður: „Þá þúsund og hundrað silfurpeninga sem þú hefur tekið til þín og svarið og sagt fyrir mínum eyrum: Sjá, þeir inu sömu peningar eru hjá mér, eg hefi tekið þá til mín.“ Þá svaraði hans móðir: „Blessaður sé minn son Drottni.“ Síðan gaf hann sinni móður þá þúsund og hundrað silfurpeninga aftur. [ Og hans móðir sagði: „Eg hefi helgað Drottni þá peninga úr minni hendi fyrir minn son so að þar sé gjört af eitt líkneski og afguð. Þar fyrir gef eg þér þá nú aftur.“ En hann gaf sinni móður þessa peninga aftur.

Þá tók hans móðir tvö hundruð silfurpeninga og fékk þá einum gullsmið. Hann gjörði henni eina líkneskju og skúrgoð þar af og þar eftir var það í Míka húsi. Og þessi Míka hafði eitt guðshús. Og hann gjörði ein lífkyrtil og helgidóm og [ fylldi hendur á einum sínum syni so hann var hans prestur. Á þeim tíma var enginn kóngur í Ísrael. Og hver gjörði það sem honum þótti rétt vera.

En þar var eitt ungmenni af Betlehem Júda á meðal Júda kynþáttar og hann var einn Levíti og var þar framandi. [ Hann reisti frá þeim stað Betlehem Júda og gekk hér og hvar sem hann kunni. En sem hann kom upp á fjallið Efraím til húsa Míka að hann færi sinn veg þá spurði Míka hann að: „Hvaðan komst þú?“ Hann svaraði: „Eg er einn Levíti af Betlehem Júda og geng þangað sem eg kann.“ Míka sagði til hans: „Vert þú hjá mér, þú skalt vera minn faðir og minn prestur. Eg vil gefa þér hvert ár tíu silfurpeninga og tilskilinn klæðnað og þína fæðu.“ Og Levítinn fór þangað.

Og Levítinn fór til og var hjá manninum og hann hélt þennan unga mann líka sem einn son. Og Míka fyllti Levítans hönd so hann varð hans prestur og var so út í Míka húsi. Og Míka sagði: „Nú veit eg að Drottinn mun gjöra mér til góða fyrst að eg hefi einn Levíta fyrir kennimann.“