VI.

Fyrir því vilju vér þann lærdóm af upphafi kristilegs lífernis nú fara láta og til algjörleiksins grípa, eigi aftur að nýju grundvöll leggjandi iðrunarinnar dauðra verka og trúarinnar á Guð, skírnarinnar, lærdómsins handa uppleggingunnar, upprisunnar framliðinna, eilífs dóms. Og þetta vilju vér gjöra ef Guð vill annars til steðja.

Því að það er ómögulegt að hinir sömu sem eitt sinn uppbirtir eru og smakkað hafa himneska gáfu og hluttakarar eru vorðnir heilags anda og smakkað hafa hið góða Guðs orð og kraft eftirkomanda veraldar og ef þeir af falla aftur að nýju og krossfesta á sjálfum sér son Guðs og fyrir skimp halda að þeir skyldu aftur endurnýjaðir verða til yfirbótar.

Því að jörðin sem regnið drekkur það oftsinnis á hana kemur og hagkvæmilegt gras ber þeim sem hana yrkja meðtekur blessan af Guði. En hún sem þistla og þyrna ber hún dugir ekki og er bölvaninni nærst hver að síðustu uppbrennd verður. En vér treystum, elskulegir, nokkru betur til yðar það þér sáluhjálpinni nánari séuð þó að vér tölum so. Því að Guð er ekki ranglátur það hann gleymi yðvars gjörnings og kærleikans erfiðis sem þér auðsýnduð við hans nafn þá þér þjónuðuð heilögum og enn þjónið. En vér bigerum að hver einn yðvara auðsýni þá sömu kostgæfni í voninni fast að halda allt til enda að þér letjist eigi heldur séuð eftirfylgjarar þeirra sem fyrir trúna og þolinmæði fyrirheit erfa.

Því líka sem Guð fyrirhét Abraham þá hann við öngvan annan stærra hafði að sverja sór hann við sjálfan sig og sagði: „Sannlega skal eg blessa og margfalda þig.“ Og með því hann bar þolinmóðlega biðlund öðlaðist hann fyrirheitið. Mennirnir sverja við enn æðra en þeir eru og sá eiður gjörir enda allrar sundurþykkju so að trútt blífur milli þeirra. En þá Guð vildi yfirgnæfanlega auðsýna erfingjum fyrirheitsins að sitt ráð er óumskiptilegt hefur hann þar til eið á lagt upp á það vér hefðum fyrir tvær greinir þær óumskiptilegar eru (því það er ómögulegt að Guð ljúgi) öruggt traust, vér sem til flukt höfum og fastlega höldum þeirri fyrirsettri von hverja vér höfum sem annað fast og öruggt akkeri sálarinnar sú einnin inngengur í hið innra fortjaldsins þar eð fyrirrennarinn er fyrir oss inngenginn, Jesús, að eilífu biskup vorðinn eftir skikkan Melkísedek. [