XIII.

Sálmur Davíðs fyrir að syngja

Hversu lengi vilt þú, Drottinn, forgleyma mér þannin með öllu? Hversu lengi þá hylur þú þitt andlit fyrir mér?

Hversu lengi þá skal eg þannin kvalráður vera í minni sálu og angra mig svo í mínu hjarta daglegana? Hversu lengi skal minn óvin forhefja sig upp yfir mig?

Sjá þú þar til og bænheyr mig, Drottinn minn Guð. [ Upplýs þú mín augu so að eg sofni ekki í dauðanum

so það minn óvinur hælist ekki um það að hann sé mér máttugri orðinn og hinir sem mig mótstanda megi sig ekki af því gleðja að eg liggi fallinn.

En eg treysti þar upp á að þú svo miskunnsamur ert, mitt hjarta það gleður sig í þínu hjálpræði.

Eg vil syngja Drottni lof því að hann gjörir svo vel til mín.