V.

Öldungana sem á meðal yðar eru áminni eg, samöldungur og vottur píslanna sem eru í Christo og hluttakari dýrðarinnar sem opinberuð skal verða: Alið þá hjörð Christi sem yður er á hendi falin og gætið hennar, eigi nauðugir heldur sjálviljugir, eigi fyrir slæmslegs ávinnings sakir heldur af góðum vilja, eigi so sem þeir eð yfir [ mönnunum drottna heldur verðið fyrirmynd hjarðarinnar. So munu þér, nær hinn æðsti hirðir mun birtast, ófallvalta kórónu dýrðarinnar meðtaka.

Líka einnin þér, hverjir ungir eruð, verið öldungunum undirgefnir. Allir saman verið innbyrðis undirgefnir og hafið lítillætið fastlega innvafið. Því að Guð mótstendur dramblátum en lítillátum gefur hann náð. Fyrir því lítillætið yður undir volduga Guðs hönd svo að hann upphefji yður á vitjunartíma. Allri yðar áhyggju varpið á hann því að hann ber umhyggju fyrir yður.

Verið sparneytnir og vakið því að yðar mótstandari, djöfullinn, gengur um kring sem grenjandi león, eftirleitandi þeim hann svelgi, hverjum þér örugglega í mótstandið í trúnni. Og vitið það yðrir bræður þeir sem í heiminum eru hafa þá sömu ánauð.

En sá Guð allrar náðar sem oss hefur kallað til sinnar eilífrar dýrðar í Christo Jesú, hann sami mun yður, þér sem um litla stund líðið, fullgjöra, tilreiða, styrkja, efla og staðfesta. Þeim hinum sama sé dýrð og veldi um aldur og að eilífu. Amen.

Fyrir Silvanum, yðar trúan kæran bróður (að því eg meina), hefi eg fátteina skrifað yður til til áminningar og til vottunar að þetta er hin sanna Guðs náð þar þér inni standið. Yður heilsa þeir sem samt yður útvaldir eru í Babilonia og minn sonur Markús. Heilsið yður innbyrðis með heilögum kærleikskossi. Friður sé með öllum yður sem að eru í Christo Jesú. Amen.