CL.

Halelúja.

Lofið Drottin í hans helgidómi, lofið hann út í festunginni hans magtarveldis.

Lofið hann í sínum kraftaverkum, lofið hann út í sinni mikilli dýrð.

Lofið hann meður lúðrum, lofið hann meður psalterio og hörpum,

lofið hann meður bumbum og dansleikum, lofið hann meður strengjaleik og organssöng,

lofið hann meður hljómfögrum bjöllum, lofið hann meður vel hljóðandi söngbjöllum.

Allt hvað andardrátt hefur lofi Drottin. Halelúja.

Endir Saltarans.