LXXXIIII.

Sálmur sona Kóra. Upp á gitít fyrir að syngja.

Hversu elskulegar eru þínar tjaldbúðir, Drottinn allsherjar!

Sálu mína forlengir og tregar eftir forgarði Drottins, mín sála og líkami gleður sig í þeim lifandi Guði.

Því að tittlingurinn hefur sér hreysi fundið og svalan hreiður til að útklekja ungum sínum, einkum þitt altari, Drottinn allsherjar, minn konungur og minn Guð.

Sælir eru þeir sem í þínu húsi byggja því þeir lofa þig um aldur og ævi. Sela.

Sæll er sá maður sem þig heldur fyrir sinn styrkleika og af hjarta þér eftir fylgir.

Þeir eð í gegnum þann [ táradalinn ganga og grafa þar upp brunna og þeir lærifeðurnir verða með margfaldlegri blessan prýddir.

Þeir öðlast hverja sigurvinning eftir aðra svo að sjást hlýtur það hinn sannarlegi Guð sé til Síon.

Drottinn Guð allsherjar, heyr þú mína bæn og lát þér það skiljast, Guð Jakobs. Sela.

Guð, vor hlífðarskjöldur, sjá þú þar til, álíttu ríkið þíns þess hins smurða.

Því að einn dagur í þínum fordyrum er betri en þúsund aðrir, eg vil miklu heldur dyravörður vera í Guðs míns húsi en lengi að búa út í tjaldbúðum óguðlegra.

Því Drottinn er [ sól og skjöldur, Drottinn gefur [ náð og heiður, hinir réttferðugu munu öngvan brest hafa á neinu góðu.

Drottinn Guð allsherjar, sæll er sá maður sem treystir upp á þig.