S. Jakobs pistill

I.

Jakob, þjón Guðs og Drottins Jesú Christi

Þeim tólf kynkvíslum sem sundurdreifðar eru segist kærleg heilsan.

Bræður mínir, reiknið það fyrir allan fögnuð nær þér í margvíslegar freistanir í hrasið og vitið það yðar trú, ef hún er rétt, þá verkar hún þolinmæði en þolinmæðin mun staðföst blífa allt til enda svo að þér séuð fullkomnir og algjörðir og í öngu brest hafið.

Og ef einhver yðar þarft við vísdóms biðji hann af Guði sá er nóglega gefur hverjum manni og útdrepur það öngum, svo og einnin mun honum það gefast. En hann biðji í trúnni og efi ekki. Því að sá sem efablandinn er hann er líka sem sjávarbylgja sú er af vindi verður drifin og uppvægð. Þvílíkur maður þennki ekki það hann muni af Guði nokkuð öðlast því efablandinn maður er óstöðugur í öllum sínum vegum.

En sá bróðir sem sig lækkar hann hrósast í sinni upphafning og hann sem ríkur er hann hrósast í sinni lítillæting. Því að líka so sem blómstur grassins mun hann forganga. Sólin uppgengur með hita, þá skrælist grasið og blómstrið fellur og þess fagra álit fordjarfast. Líka so mun auðigur í ríkidæmi sínu uppþorna.

Sæll er sá mður sem freistingina þolinmóðlega líður. Því þar með hann verður reyndur mun hann öðlast lífsins kórónu hverri Guð hefur fyrirheitið þeim sem hann elska. Enginn segi nær hann freistast það hann af Guði freisaður verði. Því að Guð er enginn freistari til hins vonda og einskis freistar hann heldur freistast hver einn nær hann tilteygist af sinni eiginni girnd og lokkaður verður. Og síðan það girndin hefur getið fæðir hún syndina en nær syndin er fullkomnuð fæðir hún dauðann.

Villist eigi, kærir bræður. Öll góð gjöf og öll fullkomin gjöf kemur að ofan frá föðurnum ljóssins í hjá hverjum er engin umskipting né býting ljóssins og myrkursins. Hann hefur oss getið eftir sinni vild fyrir sannleiksins orð upp á það vér værum frumburðir hans skepnu.

Fyrir því, kærir bræður, sé hver maður fljótur að heyra en tregur að tala og til reiði tregur. Því að mannsins reiði gjörir það eigi hvað fyrir Guði réttferðugt er.

Þar fyrir afleggið allan óhreinleik og illsku og meðtakið orðið með hógværi það í yður er rótsett hvað er kann yðar sálir hjálplegar að gjöra. Verið og einnin gjörendur orðsins en eigi alleinasta tilheyrendur hvar þér sjálfa yður með á tálar dragið. Því ef einhver er orðsins tilheyrari og enginn gjörari sá er líkur þeim manni sem sína líkamlega ásjónu í spegli skoðar. Því eftir það hann hefur skoðað sig og jafnfljótt sem hann gengur burt þaðan þá gleymir hann hvernin hans yfirlitur var. En hver í gegnumskoðar hið algjörða lögmál frelsisins og staðnæmist þar inni og er enginn forgleymanlegur heyrari heldur gjörningsins gjörari sá sami mun hjálplegur vera í sínu verki.

En ef einhver á meðal yðar lætur sér þykja það hann þjóni Guði og temur eigi sína tungu heldur forvillir sitt hjarta, þess guðrækni er hégómi. En skær og óflekkuð guðrækni hjá Guði er hún sem vitjar ekkna og föðurlausra í þeirra hörmungum og sig óflekkaðan af heiminum varðveitir.