Og Móses gekk í burt og talaði þessi orð við allan Ísraelslýð og sagði til þeirra: „Ég er í dag hundrað og tuttugu ára gamall. [ Ég kann og ekki lengur að ganga út og inn. Þar með þá hefur og Drottinn sagt til mín: Þú skalt ekki ganga yfir um þessa Jórdan. Drottinn Guð þinn mun sjálfur ganga fyrir þér. Hann mun og sjálfur foreyða fyrir þér þessu fólki svo að þú leggir það undir þig. Jósúa skal ganga hér yfir um fyrir þér svo sem það Drottinn hefur sagt. Og Drottinn mun so gjöra við þá sem hann gjörði við Síhon og Óg þá Amoritis kónga og þeirra land sem hann foreyddi.

Nær eð Drottinn gefur þá nú fyrir yður þá skulu þér gjöra við þá eftir öllum þeim boðorðum sem ég hefi boðið yður. [ Verið hraustir og fullhugaðir, óttist ekki og verið ekki hræddir fyrir þeim því að Drottinn Guð þinn mun sjálfur ganga með þér og hann mun ekki í burt taka sína hönd frá þér eða yfirgefa þig.“

Og Móses kallaði á Jósúa og sagði til hans fyrir alls Ísraels augsýn: „Vert þú hughraustur og allöruggur því að þú skalt innleiða þetta fólk í það landið sem Drottinn hefur svarið þeirra forfeðrum að gefa þeim og þú skalt útskipta því á millum þeirra. [ Og Drottinn sem sjálfur gengur fyrir yður hann mun vera með þér og hann mun ekki taka sína hönd í frá þér eður yfirgefa þig. Óttast ekki og vert ekki hræddur.“

Og Móses skrifaði þetta lögmál og fékk það prestunum, sonum Leví, þeir sem báru sáttmálsörkina Drottins, og öllum öldungunum af Ísrael og bauð þeim og sagði: „Þá sjö ár eru liðin, á þeim tíma sem frelsunarárið inngengur, á laufskálahátíðinni, nær eð allur Ísrael kemur þangað til að augsýna sig fyrir Drottni Guði þínum í þeim stað sem hann mun útvelja, þá skalt þú láta lesa þetta lögmál fyrir öllum Ísrael fyrir þeirra augsýn, fyrir fólksins samkundu, bæði köllum og konum, börnum og þeim framandi sem að eru innan þinna portdyra, so að þeir megi heyra og læra að óttast Drottin Guð þeirra og að halda og gjöra öll orð þessa lögmáls og að þeirra börn sem þetta ekki vita megi heyra og læra að óttast Drottin Guð yðarn um alla þá daga sem þér lifið í því landinu sem þér farið nú til yfir um Jórdan að eignast.“ [

Og Drottinn sagði til Mósen: „Sjá, þinn andlátstími er nálægur. Kalla á Jósúa og gangið inn í vitnisburðarbúðina.“ En Drottinn birtist í vitnisburðarbúðinni í skýstólpanum og skýstólpinn stóð í búðardyrönum.

Og Drottinn sagði til Mósen: „Sjá þú, þú munt sofna með feðrum þínum og þetta fólk mun uppstíga og hóranir drýgja með annarlegum guðum í því landinu sem þeir koma nú út í og yfirgefa so mig og láta þann sáttmála fara sem ég hefi gjört við þá. Og mín reiði mun þá geysileg verða yfir þeim í þann tíma og eg mun yfirgefa þá og byrgja mitt andlit fyrir þeim so að þeir skulu foreyddir verða. Og nær eð mikil ógæfa og angist kemur yfir þá so munu þeir segja: Eru ekki allar þessar meinsemdir komnar yfir mig af því að minn Guð hann er ekki með mér? Og eg skal byrgja mitt andlit á sama tíma fyrir sakir allra þeirra illgjörða sem þeir hafa gjört það þeir hafa snúið sér til annarlegra guða.

So skrifið nú yður þennan dikt og kennið hann Ísraelisbörnum og leggið hann í þeirra munn so að sá sami diktur megi vera mér einn vitnisburður á meðal Ísraelsbarna. Því að eg vil innleiða þá í það landið sem eg hefi svarið þeirra forfeðrum þar eð mjólk og hunang inniflýtur. Og nær eð þeir neyta þess og gjörast fullir og feitir þá munu þeir snúa sér til afguða og þjóna þeim og hæða mig og yfirgefa minn sáttmála. Og nær eð mikil ógæfa og angist kemur yfir þá þá skal þessi diktur þeim svar gefa til vitnisburðar yfir þá, því að hann skal ekki forgleymast út af munni þeirra sæðis. Því að eg veit þeirra þel hvert eð þeir nú þegar um hönd hafa áður en eg hefi innleitt þá í það landið sem eg hefi svarið.“

So skrifaði Móses sama tíma þennan dikt og kenndi hann Ísraelsbörnum og bauð Jósúa syni Nún og sagði: „Vertu hughraustur og allöruggur því að þú skalt innleiða Ísraelsbörn í þetta land sem eg hefi svarið þeim. Og eg vil vera með þér.“

Þá eð Móses hafði nú algjörlega útskrifað þessi lögmálsins orð í eina bók þá bauð hann Levítönum sem báru þá sáttmálsörkina Drottins og sagði: „Takið þessa lögmálsbók og leggið hana öðrumegin í hliðina í þeirri sáttmálsörkinni Drottins Guðs yðars að hún skuli vera þar einn vitnisburður á móti þér. [ Því að ég þekki vel þína óhlýðni og harðúð. Sjá þú, þér eruð enn nú meðan eg lifi hjá yður í dag óhlýðugir á móti Drottni. Hversu miklu heldur mun þa eftir minn dauða?

So samankallið nú fyrir mig alla öldungana af yðrum kynkvíslum og yðar embættismenn so að eg megi tala þessi orð fyrir þeirra eyrum og taka himin og jörð til vitnis yfir þeim. Því að eg veit að þér munuð mannspillast eftir minn dauða og í burt víkja af þessum vegi sem eg hefi boðið yður so að þar eftir á mun ólukka koma yfir yður af því að þér hafið illa gjört fyrir augsýn Drottins, að þér reitið hann til reiði meður yðar handaverkum.“ So talaði Móses þau orðin þessa dikts öll saman út fyrir eyrum alls Ísraels almúga.