XCV.

Komið hingað, látum oss lofsyngja Drottni og lofsyngja styrkleik vors hjálpræðis.

Látum oss með þakkargjörð fyrir hans ásjónu koma og með sálmum honum lofsyngja.

Því að Drottinn hann er mikill Guð og einn máttugur konungur fram yfir alla guði.

Því að í hans hendi er allt það sem jörðin hefur og hæðir fjallanna eru hans einnin,

því hans er sjávarhafið og hann hefur það gjört og hans hendur hafa [ þurrlendið tilbúið.

Komið, látum oss tilbiðja og niður krjúpa og framfalla fyrir þeim Drottni sem oss hefur gjört.

Því að hann er vor Guð og vér fólk hans haglendis og sauðir hans handa.

Í dag þó að þér heyrið hans rödd þá forherðið ekki yðar hjörtu, svo sem að skeði til Meríba, líka sem til Massa á eyðimörkinni, [

hvar eð feður yðar freistuðu mín, fundu þó og sáu mín verk,

svo það í fjörutígir ár hafða eg deilur við þetta fólk og eg sagða: [ „Það eru þeir menn sem ætíð fara villt í sínum hjörtum og þeir eð ei vilja læra mína vegu.“

Svo það eg sór í minni reiði að eigi skyldu þeir koma til minnar hvíldar. [