XIIII.

Á því hundraðasta sjötugasta og öðru ári bjó Demetrius kóngur sig til og reisti í Meden að afla styrks í móti Trýfon. [ En þá Arsaces kóngur í Persia og Meden formerkti það að Demetrius var kominn í hans ríki þá sendi hann út einn höfuðsmann honum í móti og bauð honum að hann skyldi ná honum lifanda og hafa hann til sín. [ Þessi höfuðsmaður sló Demetrii fólk og fangaði hann og hafði hann fyrir sinn kóng Arsacen. Þá hafði Arsaces hann í haldi og lét varðveita hann.

Þá kom landið Júda til hvíldar og þ.ar varð góður friður á meðan Símon lifði. Og Símon stjórnaði harla vel og gjörði landinu mikið gott so að þeir höfðu hann gjarnsamlega sér til herra sína lífdaga. Hann vann og borgina Joppe með mikilli æru og höfnina þar í hjá úr hverri menn skipferðuðust út á hafið til eyjanna. Og hann vann fleiri lönd sínu fóllki og útvíkkaði þeirra landamerki og hann frelsaði marga sem áður voru niðurþrykktir og herteknir. Hann hafði vald yfir Gasa og Bet Súra og kastalanum til Jerúsalem og hreinsaði þau að nýju og enginn dirfðist að reisa sig upp í móti honum. Hver maður hafði sína akurvinnu í góðum friði og landið var ávaxtarsamt og aldintrén voru frjófsöm. Öldungarnir stjórnuðu óhindraðir og héldu góðri skikkan og borgararnir auðguðust mjög og bjuggu til vopn og verjur til stríðs.

Símon lét og í borgirnar korn að þeir skyldu hafa nægð vista þegar á lægi og hann varð nafnfrægur um allan heim. Hann hélt friði í landinu so að einsamall fögnuður var í Ísrael so að hver og einn eignaðist sinn víngarð og grasgarð í friði og þurfti ekkert að óttast því að enginn þorði þá að yfirfalla. Og kóngarnir í Sýrlandi kunnu ekki á þeim tíma að gjöra þeim meiri skaða. Og hann hélt lög og rétt í landinu og frelsaði þann fátæka á meðal síns fólks frá ofríki og straffaði öll rangindi og afmáði þá óguðlegu. Hann tilbjó helgidóminn að nýju forprýðilega og lét gjöra fleiri heilög verkfæri þar inni.

Og þá það spurðist til Róm og í Sparta hvernin að Jonathas deyði þá var það hverjum manni leitt. En þegar Rómverjar spurðu að bróðir hans Símon var ypparsti prestur og hafði vald yfir landinu og hafði úr landi rekið óvinina þá endurnýjuðu þeir þann sáttmála sem þeir höfðu fyrr meir gjört við Judam og Jonatham hans bræður og skrifuðu honum til upp á messingsspjöld og sendu til hans. [ Þessi skrift var lesin í Jerúsalem fyrir fólkinu.

Þeir af Sparta skrifuðu og til Símonar á þennan hátt:

„Ráðið og borgarmennirnir í Sparta senda Símoni þeim yppasta kennimanni, öldungunum, kennimönnunum og Gyðingafólki, þeirra bræðrum, sína kveðju. [

Yðar sendimenn eru komnir til vor og hafa rætt við oss og framsagt að þér hafið undir yður brotið yðar óvini með stórum prís og að þér hafið nú góðan frið. Það er oss mikill fögnuður. Vér höfum og látið innskrifa í vora almennilega staðarbók hvert þeirra erindi var, so: Sendimenn Gyðinga, Numenius Antiochison og Antipater Jasonisson, eru komnir til vor að endurnýja þann vinskap á milli Gyðinganna og vor. Og vér höfum samtekið að þessir sendimenn skulu heiðurlega haldnir verða og þeirra ræða skal skrifast í vora staðarbók til einnrar eilífrar minningar. Þetta andsvar skrifuðu þeir til Símonar þess ypparsta kennimanns.

Því nærst sendi Símon Numenium aftur til Róm að hafa þangað einn mikinn gullskjöld sá eð vóg þúsund pund og að endurnýja sáttmálann. Þá Rómverjar heyrðu nú þennan boðskap þá sögðu þeir: „Vér skulum með réttu veita Símoni og hans börnum æru því að hann og hans bræður hafa mannlega haldið sig og hlíft Ísrael og burtrekið óvinina.“ Þar fyrir samþykktu Rómverjar að Gyðingar skyldu vera frí og þetta létu þeir skrifa upp á messingarspjöld að það skyldi festast upp á pílárna á Síonsfjalli.

Þessi eftirfylgjandi skrift var uppsett á átjánda degi mánaðarins elúl á hundraðasta sjötugasta og öðru ári, á þriðja ári þess yppasta kennimanns Símonar, í Saramel, í þeim mikla söfnuði öldunganna, kennimanna og fólksins úr öllu Gyðingalandi: [

„Hverjum manni skal vera viturlegt og opinbert að í þeim þunga, mikla ófriði sem verið hefur í voru landi þá hefur Símon Matatheison af Jaríbsætt og hans bræður vogað sínu lífi og veitt fjandmönnum síns fólks mótstöðu so að helgidómurinn og Guðs lögmál yrði ekki afmáð og þeir hafa aflað sínu fólki mikils lofstírs. Því að Jonathas kom fólkinu aftur til samans og tók á sig valdstjórnina og varð yppasti kennimaður. En eftir hans afgang komu óvinirnir aftur og vildu fordjarfa landið og foreyða helgidómin. Þá tók Símon sig upp og barðist í móti vorum óvinum og lét vort herlið fá vopn og verjur og gaf þeim mála af sínu eigin fé og góssi. Hann styrkti borgirnar í landinu Júda og Bet Súra sem er við landamerkin hvar óvinirnir áður höfðu þeirra vopn og verjur og hann setti þangað Gyðinga til varnar. Hann styrkti og Joppen við hafið og Gasa gegnt Asdód. Því að Gasa hafði verið áður styrktarvígi óvinanna. En Símon vann hana og skipaði hana með Gyðinga og kom þar á góðri stjórnan.

Og nú af því að fólkið hafði reynt þá miklu manndyggð Simonis og vissi þá velgjörninga sem hann hafði fólkinu veitt þá útvaldi fólkið hann til síns höfðingja og hæðsta kennimans vegna sinnar góðmennsku og trúlyndi sem hann hafði sýnt öllu fólki og kostaði kapps á í allan máta að gjöra sínu fólki til góða. Því að á hans dögum gaf Guð lukku fyrir hans hendur að heiðingjarnir urðu úr voru landi og úr Jerúsalem og úr kastalanum burt reknir hvar þeir héldu sig og flykktust út og foreyddu helgidóminn og hindruðu Guðs hreina þjónustugjörð. En Símon vann kastalann og skipaði hannmeð Gyðinga til verndar við borgina Jerúsalem og landið og hann hækkaði steinveggina um Jerúsalem.

Og Demetrius kóngur staðfesti hann í sínu yppasta prestsembætti og hélt hann fyrir sinn vin og veitti honum stóran heiður. Því að hann spurði að Rómverjar hefðu heiðarlega hlýtt sendimönnum Gyðinga og hefðu gjört sáttmála við þá og tekið þá undir síðna vernd og að Gyðingalýður og þeirra prestar hefði samtekið að Símon skyldi vera þeirra höfðingi og hæðsti kennimaður að aldöðli þangað til að Guð uppvekti þeim þann rétta propheta og að hann skyldi vera höfuðsmaður og skyldi varðveita helgidóminn og skikka valdstjórnarmenn í landinu og í sínu valdi hafa öll vopn og kastala. [ [ Og skal hver maður honum hlýðinn vera og allar skipanir skulu undir hans nafni útganga og hann skal bera purpura og gyllinistykki. Allt þetta skal fastlega og óbrigðanlega haldast af öllu fólki og kennimönnum og enginn skal reisa sig þar upp á móti. Þar skal og enginn hafa magt til að stefna landsfólkinu til samans eður að bera purpura og gulllinda utan hann alleina. En hver hann gjörir þar á móti eður dirfist þessa skipan að brjóta eður burt taka sá skal vera í banni.“

So hét allt fólkið að vera Símoni hlýðugt. Og Símon játaði þessu og varð yppasti kennimaður og höfðingi Gyðinga. Og fólkið bauð að skrif aþetta á messingsspjöld og hengja þau upp á ofurgang musterisins á einum opinberum stað og að leggja eina útskrift þar af í fésjóðahirsluna so að Símon og hans eftirkomendur mættu alla tíma hana þar finna.