V.

Hver hann trúir það Jesús sé Kristur sá er af Guði fæddur. [ Og hver eð elskar þann sem hann hefur getið sá elskar og einnin þann sem af honum er fæddur. Þar af þekkjum vér það vér Guðs börn elskum nær vér elskum Guð og höldum hans boðorð. Því að það er kærleiki til Guðs það vér varðveitum hans boðorð og hans boðorð eru eigi þung. Því allt hvað af Guði er fætt það yfirvinnur heiminn. Og vor trúa er yfirvinningin hver veröldina hefur yfirunnið. En hver er hann sem veröldina yfirvinnur utan alleinasta sá er trúir það Jesús sé Guðs sonur?

Þessi er hann sá sem kemur með vatni og blóði, Jesús Christus. Eigi með vatni alleinasta heldur með vatni og blóði. Og andinn eer sá sem vitnar það andinn er sannleikinn. Því að þrír eru sem vitnisburðinn gefa á himni: Faðirinn, sonurinn og heilagur andi, og þeir þrír eru eitt. Og þrír eru sem vitnisburðinn gefa á jörðu: Andinn, vatnið og blóðið og þau þrjú eru eitt. Ef vér meðtökum mannanna vitnisburð þá er þó Guðs vitnisburður meiri. Því að Guðs vitnisburður er sá það hann hefur vitnað af sínum syni. Hver hann trúir á Guðs son sá hefur þennan vitnisburð í sér. Hver hann trúir ekki Guði sá gjörir hann að ljúgara því að hann trúir ekki vitnisburðinum þeim Guð vitnar af sínum syni. Og þetta er vitnisburðurinn það Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í hans syni. Hver Guðs son hefur sá hefur lífið, hver hann hefur eigi Guðs son sá hefur og eigi lífið.

Þetta skrifaði eg yður, þér sem trúið á nafn Guðs sonar, so að þér vitið það þér hafið eilíft líf og það þér trúið á nafn Guðs sonar. Því að það er sá traustleiki sem vér höfum til hans, sá: ef vér biðjum nokkurs eftir sínum vilja þá heyrir hann oss. Og fyrst vér vitum það hann heyrir oss hvað vér biðjum þá vitu vér það vér þær bænir höfum hverjar vér höfum beðið af honum.

Ef nokkur sér sinn bróður syndgast einhverri synd, eigi til dauða, sá má biðja og mun hann gefa þeim lífið sem syndgaði ekki til dauða. Þar er [ synd til dauða. Eg segi ekki að nokkur þar fyrir biðji. Allt ranglæti er synd og þar er synd ekki til dauða.

Vér vitium það hver af Guði er fæddur sá syndgar ekki heldur sá af Guði er fæddur hann varðveitir sig og hinn vondi mun eigi snerta hann. Vér vitum það vér erum af Guði og það allur heimurinn er skikkaður í vondu. En vér vitum það Guðs sonur er kominn og hefur gefið oss það sinni að vér kennum þann sem sannarlegur er og erum í hinum sannarlega, hans syni Jesú Christo. Þessi er sannur Guð og eilíft líf. Sonakorn, varðveitið yður frá skúrgoðum. A M E N.