XXII.

So segir Drottinn: Gakk þú ofan í húsið konungsins Júda og tala þar þessi örð og seg þú so: Þú konungurinn Júda sem situr upp á Davíðs stóli, heyr þú orð Drottins, bæði þú og þínir þénarar og þitt fólk sem um þessar dyr innganga. So segir Drottinn: Haldið dóminn og réttvísina og frelsið hinn niðurþrykkta af hendi ofsóknarans og sturlið ekki hinn framanda, föðurleysingjann og ekkjuna og gjörið öngum ofríki og úthellið ekki saklausu blóði í þessum stað. [ Ef að þér gjörið þetta þá skulu þeir konungarnir sem sitja á Davíðs stóli inndraga um dyrnar þessa hússins bæði á vögnum og hestum með sínum þénurum og fólki. En ef þér hlýðið ekki þessu þá hefi eg svarið við sjálfan mig, segir Drottinn, að þetta hús skal niðurbrotið verða.

Því að so segir Drottinn af húsinu konungsins Júda: Gíleað, þú ert mitt höfuð í Líbanon. Hvað gildir eg vil gjöra þig eyði og þá staðina fyrir utan innbyggjara. Því að eg hefi tileinkað foreyðslumenn yfir þig, hvern með sinni verju. Þeir skulu afhöggva þín útvalin sedrustré og kasta þeim í eld. Þá munu og margir heiðingjar ganga framhjá þessum stað og segja hver til annars: „Hvar fyrir mun Drottinn hafa so breytt viður þennan hinn mikla stað?“ En þar mun so svarað verða: „Af því þeir yfirgáfu sáttmálann Drottins Guðs síns og tilbáðu annarlega guði og þjónuðu þeim.“

Grátið ekki yfir framliðnum og berið öngvan harm eftir þá en grátið heldur yfir þeim sem í burt fer það hann mun aldreigi aftur koma það hann fái að sjá sitt fósturland. Því að so segir Drottinn af Sallúm syni Jósía konungsins Júda, hann hver að er kóngur í staðinn síns föðurs Jósía, hver eð í burt er farinn af þessum stað: Hann mun ekki hingað aftur koma heldur mun hann deyja í þeim stað þangað sem hann er hertekinn, í burt fluttur, og hann mun eigi meir sjá þetta land. [

Vei sé þeim sem byggir sitt hús með synd og sín herbergi með óréttindum, hann sem lætur sinn náunga erfiða fyrir ekkert og gefur honum ekki sitt verðkaup og þenkir so: „Nú vel, eg vil byggja mér eitt stórt hús og víðan sal“ og lætur höggva sér vindaugu þar á og þilja með sedrusviði og mála út með rauðu. Hvort þenkir þú að þú viljir þar fyrir konungur vera þó að þú haldir þér til með sedrusviði? Hefur ekki einnin þinn faðir etið og drukkið og gjörði þó samt réttan dóm og réttvísina og það vegnaði honum vel. Hann hjálpaði hinum þurftuga og fátæka til réttarins og það gekk honum vel. Er það eigi so að slíkt kallist réttilega að þekkja mig? segir Drottinn. En þín augu og þitt hjarta standa eigi so heldur upp á ágirni og að úthella saklausu blóði, til að veita yfirgang og ofríki.

Þar fyrir segir Drottinn af Jóakím syni Jósía konungsins í Júda það eigi munu þeir harma hann: [ „Aha bróðir, aha systir!“ og það eigi munu þeir gráta hann: „Aha, þú herra, aha þú ættgöfugi!“ Hann mun jarðaður verða sem annar asni, dreginn og útkastaður fyrir portin í Jerúsalem. Já gakk þú þá upp á Líbanon og kalla og lát heyra til þín í Basan og kalla frá Abarím það allir þín ástvinir eru herfilegana foreyddir. Eg sagða þér það áður fyrir fram þá eð það gekk enn vel til en þú sagðir: „Eg vil eigi heyra það.“ So hefur þú gjört alla þína lífdaga að þú vildir ekki hlýða minni raust. Veðrið það [ fæðir alla þína hirðara og þínir ástmenn fara herteknir í burt. Þar hlýtur þú þá til háðungar og skammar að verða fyrir allra þinna illgjörða sakir. Þú sem nú býr í Líbanon og hreiðrar þig í sedrusviði, hversu dægilegur muntu þá álits vera nær eð yfir þig kemur hörmung og harmkvæli líka sem jóðsjúkrar konu!

So sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn: [ Þó að Jechonias sonur Jóakíms konungsins Júda væri einn signetshringur á minni hægri hendi þá vilda eg þó slíta þig þar út af og gefa þig í þeirra hendur sem leita eftir þínu lífi og fyrir hverjum að þú ert hræddur, sem er í hendur Nabagodonosor konungsins af Babýlon og í þeirra Chaldeis hendur. Og eg vil drífa þig og þína móður sem þig fæddi burt í eitt annað land sem ekki er yðart föðurland og þar skulu þér deyja og ekki koma aftur hingað í þetta land í hverju þér vilduð þó af hjarta fegnir eiga að vera. Hversu aumlegur, forsmánarlegur og herfilegur maður þá er þó Jechonias? Eitt styggilegt ker! Aha, því er hann so útflæmdur með sínu sæði og í burt rekinn í eitt ókunnigt land? Ó þú land, land, land! Heyr þú orð Drottins! So segir Drottinn: Skrifið hann upp fyrir einn fordjarfaðan mann, fyrir þann mann sem eigi mun vel lukkast um sína lífdaga. Því að hann mun eigi þar hamingju til hafa það nokkur út af hans sæði skuli sitja á stóli Davíðs og héðan í frá ríkisstjörn hafa í Júda.