XLIII.

Dæm mig, Guð, og legg dóm á mitt málefni í móti þeirri óheilagri þjóð og frelsa mig í frá sviksamlegu og illu fólki.

Því að þú ert Guð, minn styrkleiki, hvar fyrir forleggur þú mig? Því lætur þú mig ganga svo sorgfullan nær eð minn óvin hann þrengir að mér?

Útsend þú þitt ljós og þinn sannleika að þau leiðtogi mig og leið mig á þitt hið heilaga fjall og í þína tjaldbúð

svo það eg inngangi til Guðs altaris, til þess Guðs sem er mín gleði og unaðsemd og það eg þakki þér, Guð, með hörpunni, minn Guð.

Hvar fyrir ertu, sála mín, svo sorgfull og því angrar þú mig þannin?

Treystu á Guð því að eg mun honum enn þakkir gjöra það hann er hjálpari míns andlits og minn Guð.