Eftir þetta gekk Móses og Aron inn fyrir faraónem og sögðu: „So segir Drottinn Ísraels Guð: Lofa þú mínum lýð að fara og halda mér eina hátíð á eyðimörku.“ [ Faraó svaraði: „Hver er sá Drottinn að ég heyri hans rödd og láti Ísrael lausan? Eigi veit ég neitt af þeim Drottni og ei læt ég Ísrael lausan.“

Þeir svöruðu: „Guð ebreskra manna hefur kallað oss. Leyf oss nú að fara þriggja daga leið á eyðimörk so vær megum færa fórnir Drottni vorum Guði að ei komi drepsótt eða sverð yfir oss.“ Þá sagði kóngur Egyptalands til þeirra: „Þú Móses og Aron, því vilji þið tefja fólkið frá sínu verki? Farið aftur til yðars erfiðis.“ Og faraó sagði enn framar meir: „Sjá, fólkið er allareiðu ofmargt hér í landi og þó vilji þér nú að þeir skuli gefa upp að erfiða.“

Og þar fyrir á þeim sama degi bauð faraó fóvitum og verkstjórnarmönnum (sem settir voru yfir fólkið) og sagði: „Þér skuluð ekki hér eftir gefa agnir þessu fólki, svo sem þér hafið hér til gjört, til að brenna leirhellurnar þar við, heldur fari þeir sjálfir og safni sér ögnum og eldiviði. [ En látið þá þó gjöra jafnmargar leirhellur sem þeir hafa gjört til þessa dags og minnkið það ekki par. Því þeir ganga iðjulausir, þar fyrir kalla þeir og segja: Vér viljum fara og færa fórnir vorum Guði. Þrengið að þeim með erfiði so að þeir hafi nóg að gjöra og trúi ekki hégómaorðum.“ So gengu fóvitarnir og verkstjórnarmenn fólksins út og sögðu þetta fólkinu: „So segir faraó: Öngvar agnir skulu yður gefast. Farið sjálfir og safnið yður sprekum þar þér getið fundið. En þó skal það ekki par minnka yðart ákveðið erfiði.“

So dreifðist lýðurinn hingað og þangað útum allt Egyptaland að leita sér spreka so þeir mættu hafa það í staðinn agnanna. Og fóvitarnir þvinguðu þá og sögðu: „Vinnið yðart daglegt ákveðið verk so sem þér gjörðuð fyrr þá þér höfðuð agnirnar.“ Og þeir verkstjórnarmenn sem faraónis fóvitar höfðu sett og skipað yfir Ísraels lýð voru barðir. Og þeir sögðu til þeirra: „Hvar fyrir hafi þér hvorki í dag né heldur í gær fullkomnað yðart tilsett daglegt erfiði so sem fyrr?“

Þá gengu verkstjórarnir Ísraelissona inn fyrir faraónem, kölluðu og sögðu: „Því gjörir þú so við þjóna þína að þú lætur ei gefa agnir þínum þénurum og skulum vér þó jafnmargar leirhellur hnoða sem áður? Og sjá, þar ofan á eru þínir þénarar barðir og þinn lýður hlýtur að vera sektugur.“ [ Faraó svaraði: „Þér gangið iðjulausir, já, iðjulausir gangi þér og því segi þér: Vér viljum fara burt og færa fórnir Drottni. Því farið nú til verks yðars. Enginn hálmur skal yður gefast og skulu þér þó fylla tölu yðara leirhellna.“

Þá sáu verkstjórnarmenn Ísraelissona að það vildi verða verr, því að sagt var: „Þér skuluð ekki minnka yðart daglegt verk leirhellnanna.“ Og þá þeir gengu út frá faraóne kom í mót þeim Móses og Aron og þeir gengu til þeirra og sögðu til þeirra: „Drottinn sjái yður og dæmi um það að þér hafið gjört oss so illa luktandi fyrir faraóne og hans þénurum og hafið fengið þeim sverðið í hendur til að drepa oss.“

Og Móses kom fyrir Drottin aftur og sagði: „Drottinn, því gjörir þú so illa við fólk þetta? Hvar fyrir sendir þú mig hingað? Því að síðan að ég gekk fyrst inn fyrir faraónem að tala við hann í þínu nafni þá kvelur hann lýðinn meir en áður og þú hefur ekki frelsað þitt fólk.“ Drottinn sagði til Mósen: „Nú skaltu sjá hvað ég vil gjöra faraóne. Því að hann mun gefa þá lausa fyrir styrkva hönd og með styrkri hendi mun hann burt reka þá úr sínu landi.“