X.

Og allt Ísraelsfólk var reiknað og sjá, það er uppskrifað í Ísraels- og Júdakónga bók og nú burtflutt til Babýlon sökum þeirra misgjörninga. Þeir hverjir eð áður bjuggu í þeirra eignum og borgum sem var Ísrael, prestarnir, Levítarnir og [ Nethíním. En þar bjuggu nokkrir af Júdasonum í Jerúsalem, nokkrir af sonum Benjamín og nokkrir af sonum Efraím og Manasses hverjir að voru af sonum Peres sonar Júda. Og þessi var Útahí, sonur Amíhúd, sonar Amrí, sonar Imrí, sonar Baní. En af Síloní: Asaja þann fyrsti son og aðrir hans synir. Af sonum Sera komu Jegúel og hans bræður, sex hundruð og níutígir.

Af sonum Benjamín: Sallú sonur Mesúllam, sonar Hódavja, sonar Hassnúa. Og Jebneja, son Jeróam og Ela son Úsí, sonar Míkrí. Og Mesúllam son Sefatja, sonar Regúel, sonar Jebneja, þar með þeirra bræður í þeirra ætt, níu hundruð fimmtígi og sex. Og allir þessir menn voru ættarhöfðingjar í þeirra feðra húsum.

En af prestunum: [ Jedía, Jójaríb, Jakín. Og Asarja sonur Hilkía, sonar Mesúllam, sonar Sadók, sonar Merajót, sonar Ahítób, einn höfðingi í Drottins húsi. Og Adaja son Jeóram, sonar Pashúr, sonar Malkía. Og Maessaí sonur Adíel, sonar Jahsera, sonar Mesúllam, sonar Messillemet, sonar Immer. Þar með þeirra bræður þeir yppustu í þeirra feðra húsi, þúsund sjö hundruð og sextígi, manna sterkastir til handverksembættis í Drottins húsi.

En af Levítunum: Af sonum Merarí: Semaja son Hasúb, sonar Asríkam, sonar Hasabja. Og Bakbakar sá trésmiður og Galal og Matanía son Míka, sonar Sikrí, sonar Assaf. Og Óbadía sonur Semaja, sonar Jedútún. Og Berekía son Assa, sonar Elkana, hverjir að bjuggu í þeim Netophatiters þorpum.

En Sallúm, Akúb, Talmon, Ahíman og þeirra bræður voru dyraverðir og Sallúm var þeirra höfðingi. [ Því að hér til dags höfðu synir Leví vaktað kóngsins port austan til. Og Sallúm sonur Kóre, sonar Abjassaf, sonar Kóra, og hans bræður af hans föðurs húsi þeir Choriter, verkstjórar, áttu að taka var á dyrum tjaldbúðarinnar og þeirra feður í herbúðum Drottins og skyldu taka vara á inngöngunni. Og Pínees son Eleasar var höfðingi yfir þeim því að Drottinn var áður með honum. En Sakaría son Meselemja var vaktari fyrir tjaldbúðarinnar vitnisburðardyrum. Allir þessir voru útvaldir til varðhalds í portdyrunum, tvö hundruð og tólf. Þeir voru reiknaðir í þeirra þorpum. Og Davíð og Samúel sjáandi skikkuðu þá fyrir þeirra trú að þeir og þeirra synir skyldu taka vara upp á Drottins húsi, sem var á húsi tjaldbúðarinnar, so að þeir geymdu það.

Og þessir sömu dyravaktarar voru settir í fjórum áttum: [ Í mót austri, mót vestri, mót suðri og mót norðri. En þeirra bræður voru í þeirra þorpum en skyldu þó koma hjér inn þann sjöunda dag og vera hjá þeim alltíð. Því að þessum fjórum Levitis var trúað til dyravarðveislunnar og þeir voru settir yfir fjárhirsluna og fjársjóðuna í Drottins húsi.

Og um nætur voru þeir í kringum Drottins hús því þeim bar að halda vaktina og upplúka dyrunum hvern morgun. En sumir af þeim voru settir yfir kerin til embættisins því þeir báru þau út og inn eftir tölunni. En sumir af þeim voru skikkaðir yfir kerin og yfir öll heilög verkfæri, yfir similiumjöl, yfir vín, yfir oleum, yfir reykelsi, yfir smyrslin. En nokkrir af prestanna sonum gjörðu reykelsi.

Matitja af Levítunum, fyrsti sonur Sallúm Choriter, var trúað til eldgagnanna. Og af Chahathiter þeirra bræðrum voru tilskikkaðir þeir eð skyldi tilreiða skoðunarbrauðin að þeir tilreiddu þau alla sabbatsdagana.

Þessir eru höfðingjar söngvaranna meðal Levítanna feðra, útvaldir yfir féhirsluna. Því dag og nótt voru þeir þar yfir að höndla. Þessir eru þeir yppustu feður á meðal Levítanna í þeirra ætt og þessir bjuggu í Jerúsalem.

Jeíel, faðir Gíbeon, bjó í Gíbeon. Hans hústrú hét Maeka og hans fyrsti son Abdón, Súr, Kís, Baal, Ner, Nadab, Gedór, Ahajó, Sakaría, Míklót. Og Míklót gat Símeam og þeir bjuggu í kringum sína bræður í Jerúsalem. Og Ner gat Kís. Kís gat Saul. [ Saul gat Jónatan, Malkísúa, Abínadab, Esbaal. [ Meríbaal var son Jónatan. Og Meríbaal gat Míka. Synir Míka voru Píton, Melek, Taerea og Ahas.

Ahas gat Jaera. [ Jaera gat Alemet, Asmavet og Simrí. Simrí gat Mósa. Mósa gat Bínea og hans son var Rafaja, hans son var Eleassa, hans son var Asel. En Asel hafði sex sonu og hétu Bokrú, Ísmael, Searja, Óbadía og Hanan. Þessir eru synir Asel.