Og Drottinn sagði til Mósen: Far og ferðast héðan, þú og fólkið það þú leiddir af Egyptalandi, til þess lands sem ég sór Abraham, Ísak og Jakob, segjandi: Ég vil gefa þínu sæði það. Ég vil senda eirn engil fyrir þér og útrýma þá Kananeos, Amoreos, Heteos, Pereos, Heveos og Jebúseos, í það land sem flýtur í mjólk og hunangi. [ Ég vil ekki fara upp þangað með þér því þú ert harðsvíraður lýður, so að ég ekki fyrirkomi þér á veginum.“ Þá fólkið heyrði þessi vondu orð grét það og enginn bar sína prýði á sér.

Og Drottinn sagði til Mósen: „Segðu Ísraelssonum: Þér eruð eitt harðhnakkað fólk. Ég kem einu sinni bráðlega yfir þig og eyðilegg þig. Legg nú þitt skart af þér so ég megi vita hvað ég skal gjöra þér.“ So lögðu Ísraelssynir þeirra skart af sér hjá því fjallinu Hóreb.

En Móses tók tjaldbúðina og reisti hana upp langt út frá herbúðunum og kallaði hana vitnisburðarbúð. [ Og hver sá maður sem vildi aðspyrja Drottinn hann hlaut að fara út til vitnisburðarbúðarinnar út fyrir herbúðirnar. Og þá Móses gekk út til búðarinnar þá stóð allt fólkið upp og hver gekk út í sínar tjalddyr og þeir litu á [ bak honum þar til hann kom inn í tjaldbúðina. Og þá Móses kom í tjaldbúðina þá kom skýstólpinn niður og stóð í tjaldbúðardyrunum og talaði við Mósen. [ Og allt fólkið sá að skýstólpinn stóð í tjaldbúðarinnar dyrum og hvör í sínum tjalddyrum hneigði sig. En Drottinn talaði við Mósen andliti til andlitis líka sem eirn maður talar við sinn vin. Og þá hann gekk aftur til herbúðanna þá veik hans þénari Jósúa, sonur Nún, hvörgi af tjaldbúðinni.

Og Móses sagði til Drottins: „Sjá, þú segir til mín: Leið þú fólkið upp þangað og þú lætur mig ekki vita hvörn þú vilt senda með mér. Þar þú hefur þó sagt til mín: Ég þekki þig með nafni og þú hefur fundið náð fyrir mínum augum. Hafi ég nú fundið náð fyrir þínum augum þá vísa mér þinn veg hvar með ég kunni að þekkja þig og finna náð fyrir þínum augum. Og sjá þú, þetta fólk er þinn lýður.

Hann sagði: „Mitt [ andlit skal fara (fyrir yður), þar með vil ég vísa þér veg.“ En hann sagði til hans: „Ef þitt andlit fer ei þá leið oss ei úr þessum stað. Því hvernin eigum vér ella vita að ég og þitt fólk hafi fundið náð fyrir þínum augum, utan það þú farir með oss? So að ég og þitt fólk megum prísast fyrir öllu fólki á jörðunni.“ Þá sagði Drottinn til Mósen: „Ég vil gjöra það sem þú nú mæltir því þú hefur fundið náð fyrir mínum augum og ég þekki þig með nafni.“

En hann sagði: „Þá lát mig sjá þína dýrð.“ Og hann sagði: „Ég vil láta allan minn góða fara fyrir þínu andliti og ég vil láta prédika Drottins nafn fyrir þér. En hverjum sem ég er náðugur, þeim er ég náðugur, og hverjum ég er miskunnsamur, þeim er ég miskunnsamur.“ [ Og hann sagði framarmeir: „Ekki máttu sjá mitt [ andlit því að enginn manneskja mun lifa sem mig sér.“ Og Drottinn sagði enn framar: „Sjá, hér er eitt rúm hjá mér, þar skaltu standa yfir steininum. Þá mín dýrð gengur nú framhjá þá vil ég láta þig standa í bjargskorunni og mín hönd skal hlífa þér á meðan ég geng framhjá. Og þá ég tek mína hönd frá þér þá skaltu sjá á bak eftir mér. En mitt andlit fær enginn maður séð.“