XCVIII.

Syngið Guði nýjan lofsöng því að hann gjörir dásamleg verk, hann yfirvinnur með sinni hægri hönd og með sínum heilögum armlegg.

Drottinn lætur sitt hjálpræði kunnigt vera, fyrir fólkinu lætur hann sitt réttlæti opinbera.

Hann minnist á sína miskunn og sannleika við húsið Ísrael. [

Öll endimörk jarðarinnar munu sjá hjálpræðið Guðs vors.

Syngi hátt lof Drottni öll veröldin, syngið, vegsamið og lofið.

Lofið Drottin með hörpunni, meður hörpunnar slætti og lofsöngvum,

meður herlúðrum og hornablástri, syngið hátt lof í augsýn Drottins þess konungsins.

Sjávarhafið það þjóti upp og hvað þar er inni, jarðarkringlan og allt hvað þar upp á byggir,

þau rennandi vögnin gleðjist við og öll vötnin séu glaðvær

fyrir Drottni því að hann kemur að dæma jarðríkið, hann mun jarðarkringluna dæma með réttlæti og fólkið með réttindum.