CXXXIIII.

Lofsöngur í hákornum.

Sjáið, lofið Drottin, allir þjónustumenn Drottins, þér sem standið á náttarþeli í húsi Drottins.

Upphefjið yðar hendur í helgidóminum og lofið Drottin.

Drottinn hann blessi þig út af Síon, sá eð gjört hefur himin og jörð.