Prophetinn Malachias

I.

Þetta er sú byrði sem Drottinn talaði í mót Ísrael fyrir Malachiam.

Eg elska yður, segir Drottinn. En þér segið so: „Hvar með elskar þú oss?“ Er Esaú ekki Jakobs bróðir? segir Drottinn. [ Þó líka vel elskaði Jakob en hataði Esaú og gjörði hans fjallbyggðir í eyði og hans arf að drekaeyðu. Og ef Edóm yrði segjandi: „Vér erum fordjarfaðir en vér viljum aftur upp byggja það sem í eyði er.“ [ So segir Drottinn Sebaót: Ef þeir uppbyggja þá skal eg niðurbrjóta og það skulu kallast þau fordæmdu landamerki og eitt fólk hverju Drottinn er reiður ævinlega. Það skulu yðar augu sjá og þér skuluð segja: „Drottinn er veglegur í Ísraels landamerkjum.“

Sonurinn skal heiðra föðurinn og þénarinn sinn herra. Em eg nú faðir, hvar er þá minn heiður? Er eg herrann, hvar óttast menn mig? segir Drottinn Sebaót til yðar presta sem forakta mitt nafn. [ So segi þér: „Hvar með foröktum vér þitt nafn?“ Þar með að þér offrið óhreint brauð á mitt altari. En þér segið: „Hvar með offrum vér óhreint?“

Þar með að þér segið: „Borð Drottins er fyrirlitið“ og nær þér offrið nokkru blindu so má það ekki vont heita og nær þér offrið nokkru löstuðu eður sjúku þá má það ekki heldur heita vont. Ber þú þetta þínum höfðingja, hvað gildir þú verður honum ekki þakknæmur eða hann verður þína persónu ekki sjáandi, segir sá Drottinn Sebaót.

So biðjið nú Guð að hann sé oss náðugur því að svoddan er skeð af yður. Þenki þér að hann muni líta yðar persónur, segir sá Drottinn Sebaót? Hver er og á meðal yðar sem lokar einum dyrum? Þér uppkveikið ekki eld á mínu altari forgefins. Eg hefi öngva þóknan til yðar, segir Drottinn Sebaót, og matoffrið af yðar höndum er mér ekki þakknæmt.

En mitt nafn skal verða dýrðarlegt á meðal heiðingjanna, frá uppgangi sólarinnar og til hennar niðurgangs, og þar skal offrast reykelsi alls staðar í mínu nafni og eitt hreint matoffur. [ Því að mitt nafn skal vera dýrðarlegt á meðal heiðingjanna, segir sá Drottinn Sebaót.

En þér vanheiðrið það í því að þér segið: „Borð Drottins er óheilagt og hans offur er forsmáð með hans mat.“ Og þér segið: „Sjá, það er ekki utan arfiði“ og þér varipið því so í vind, segir sá Drottinn Sebaót. Og þér offrið því sem rænt er, halt og sjúkt og af því offri þér matoffri. Skyldi svoddan vera mér þakknæmt af yðrum höndum? segir Drottinn. Bölvaður sé sá svikari sem kallkyns hefur í sinni hjörð og þá hann heitir nokkru þá offrar hann Drottni það sem ekki dugir. Því eg er einn mikill kóngur, segir sá Drottinn allsherjar, og mitt nafn er hræðilegt á meðal heiðingjanna.