XV.

En eg minni yður, góðir bræður, á það evangelium sem eg prédikaði yður, hvert þér og meðtókuð, í hverju þér og standið, fyrir hvert þér verðið og hjálplegir meður þeim hætti sem eg kunngjörða það yður ef þér hafið því haldið, utan að so sé þér hafið til ónýts trúað. [

Því að eg gaf yður í fyrstu hvað eg meðtók það Christus sé líflátinn fyrir vorar syndir eftir Ritningunum og það hann sé grafinn og upp aftur risinn á þriðja degi eftir Ritningunum og það hann er séður af Kefas og eftir það af hinum tólf og enn eftir á var hann séður meir en af fimm hundruð bræðra í senn, af hverjum margir enn lifa til, en nokkrir eru sofnaðir. Og eftir það er hann séður af Jakob og síðan af öllum postulunum.

En síðast allra so sem af öðrum ótímabærum burði er hann séður af mér. Því að eg em síðstur postulanna því að eg em ei verðugur það eg skuli postuli heita fyrir það eg ofsókn veitti Guðs söfnuði. En af náð Guðs er eg það eg er og hans náð í mér hefur ei iðjulaus verið heldur hefi eg miklu meira erfiðað en allir þeir, ekki eg heldur sú Guðs náð sem með mér er. Það sé nú eg eður þeir þá prédikum vér so, þér hafið og so trúað.

En fyrst að Kristur verður so prédikaður það hann sé upprisinn af dauða hvernin segja þá nokkrir af yður það upprisa framliðinna sé ekki? Og ef upprisa framliðinna er ekki þá er Kristur og ekki upprisinn en ef að Kristur er ekki upp aftur risinn so er vor prédikan ónýt, þá er og yðvar trúa ónýt en vér fyndust ljúgvottar Guðs með því vér hefðum vitnað í gegn Guði það hann hefði Christum upp vakið þann hann hefur ekki uppvakið fyrst hinir framliðnu skulu ekki upp rísa. Því ef framliðnir skulu ekki upp rísa þá er og Kristur ekki upp aftur risinn. En ef Kristur er ei upp aftur risinn þá er yðar trúa ónýt, so eru þér þá enn í yðrum syndum, þá eru og hinir sem sofnaðir eru í Christo fortapaðir. Ef vér vonum alleinasta í þessu lífi á Christum þá eru vér hinir vesölustu allra manna.

En nú er Kristur upp aftur risinn af dauða og frumburður vorðinn þeirra sem sofnaðir eru. Af því að fyrir einn mann kom syndi og fyrir einn mann kom upprisa framliðinna. Því að líka so sem þeir dóu allir fyrir Adam so verða þeir og allir lífgaðir fyrir Christum. En hver einn í sinni skikkan. Frumkveðillinn er Kristur og þar næst þeir sem Krists eru í hans tilkomu, þar næst endalokin þá hann hefur ofurgefið ríkið Guði föður og mun hann afmá allan höfðingsskap, herrastikti og valdstjórnan. [ En honum byrjar að ríkja þar til hann leggur alla óvini undir sína fætur.

En þann síðasta óvin sem afmáður verður er dauðinn. Því að honum hefur hann alla hluti undir sína fætur lagt. Og þá hann segir það að allt sé undirlagt þá er það opinbert að sá er undantekinn sem honum hefur alla hluti undirlagt. En nær honum eru allir hlutir undirgefnir þá mun og sjálfur sonurinn undirgefast þeim sem honum undirgaf alla hluti svo að Guð sé allt í öllum hlutum.

Hvað gjöra þeir elligar sem skírast upp yfir framliðnum? Ef að hinir framliðnu skulu ekki upp aftur rísa, hvar fyrir skírast þeir þá upp yfir þeim dauðu? Og hvar fyrir erum vér þá allar stundir í háskasemd? Daglegana dey eg fyrir vora hrósan hverja eg hefi í Drottni vorum Jesú Christo. Hafi eg eftir mannlegri venju barist við skógdýrin í Epheso, hver nytsemd er mér það þá ef að hinir framliðnu skulu eigi upp aftur rísa? „Etu vær og drekkum því að á morgun deyju vér.“ [ Látið ekki tæla yður því vont samtal spillir góðum siðum. Vaknið réttlega og syndgist ekki. Því að sumir þér vitið ekkert af Guði. En þetta hlýt eg að tala því það er yður vanvirða.

Nú mætti einhver segja: [ Hvernin munu hinir framliðnu upp rísa og með hvílíkum líkama munu þeir koma? Þú drussi, það er þú sár lifnar ekki utan að deyi áður og það þú sáir er ekki sá líkami sem verða skal heldur bert korn, annað hvert hveitis eða einhvers annars. En Guð gefur því líkama eftir því sem hann vill og sér hverju einu af fræinu eiginlegan líkama.

Allt hold er ei líka háttað hold heldur er annað hold mannanna, annað dýranna, annað fiskanna, enn annað fuglanna. Þar eru og himneskir líkamar og jarðneskir líkamar. En aðra dýrð hafa hinir himnesku en aðra hinir jarðnesku. Annan bjartleik hefur sólin en annan bjartleik tunglið, annan bjartleik hafa og stjörnurnar. Það verður sáð forgengilegt en mun upp aftur rísa óforgengilegt. Það verður sáð í vansemd en mun upp aftur rísa í vegsemd. Það verður sáð í breyskleika en mun upp aftur rísa í krafti. Það verður sáð kjötlegur líkami en mun upp aftur rísa andlegur líkami.

Höfum vér nú kjötlegan líkama þá höfu vér og andlegan líkama, so sem að skrifað er: „Inn fyrsti maður Adam er gjörður í eðlilegt líferni“ og hinn síðari Adam í andlegt líferni. [ En hinn fyrsti er eigi andlegur líkami heldur eðlilegur og eftir það er hinn andlegi. Hinn fyrsti maður af jörðunni er jarðlegur en hinn annar maður er Drottinn af himnum. Hvílíkur hinn jarðneski er so eru og hinir jarðnesku og hvílíkur hinn himneski er so eru og hinir himnesku. Og líka so sem vér höfum borið líking hins jarðneska so munu vér og bera líking hins himneska.

En þar segi eg af, góðir bræður, að hold og blóð getur eigi eignast Guðs ríki og hið forgengilega mun eigi eignast hið óforgengilega. Sjáið, að eg segi yður leyndan dóm. Því að vér munu eigi allir sofna en þó munu vér allir umskiptilegir verða og það næsta skyndilega, á einu augabragði, við hinn síðasta lúðurþyt. Því að lúðurinn mun gjalla og hinir framliðnu munu upp rísa óforgengilegir og vér hinir munum umskiptilegir verða. Því að þetta hið forgengilega hlýtur að klæðast því hinu óforgengilega og þetta hið dauðlega hlýtur að skrýðast hinu ódauðlega.

En þá þetta hið forgengilega skrýðist hinu óforgengilega og þetta hið dauðlega klæðist hinu ódauðlega uppfyllist það mál sem skrifað er: „Dauðinn er forsvelgdur í [ sigran. Dauði, hvar er þinn broddur? Helvíti, hvar er þín sigran?“ En dauðans broddur er syndin, kraftur syndarinnar er lögmálið. En Guði sé þakkir sem oss hefur sigurinn gefið fyrir Drottin vorn Jesúm Christum. Fyrir því, bræður mínir, verið staðfastir og óhræranlegir og aukist ætíð í verki Drottins með því þér vitið að yðvart erfiði er eigi ónýtt í Drottni.