XIIII.

Á auðru ári Jóas sonar Jóakas Ísraelskóngs varð Amasía son Jóas kóngur yfir Júda. [ Hann hafði fimm um tvítugt þá hann varð kóngur og ríkti níu og tuttugu ár í Jerúsalem. Hans móðir hét Jóada af Jerúsalem. Og hann gjörði það sem Drottni vel líkaði en þó ei með öllu sem hans faðir Davíð heldur so sem hans faðir J’oas. Því að hann tók ekki niður þær hæðir heldur leið hann að fólkið offraði og brenndi reykelsi enn nú á hæðum.

En sem hann varð nú megtugur í sínu kóngsríki þá tók hann af lífi þá þénara sem slegið höfðu hans föður í hel. En sonu þessara manndrápara drap hann ekki eftir því sem það stendur skrifað í Móses lögbók þar Drottinn bauð so og sagði: „Foreldrarnir skulu ekki deyja fyrir ranglæti barnanna og eigi börnin fyrir ranglæti foreldranna heldur skal hver og einn deyja fyrir sína sök.“ [

Hann sló og tíu þúsund af þeim Edomiter í þeim Saltdal og vann borgina Sela með stríði og kallaði hana Jakteel inn til þessa dags.

Síðan sendi Amasía menn til Jóas, sonar Jóakas, sonar Jehú, kóngsins í Ísrael, með þeim boðum: „Kom hér og sjái hver okkar annan.“ En Jóas Ísraelskóngur sendi boð til Amasía Júdakóngs og lét segja honum svo: „Þistillinn sem er í Líbanon sendi boð til sedrustrésins í Líbanon með þessum orðum: Gef þú mínum syni þína dóttir til eiginkonu. En villidýrin í Líbanonskógi fóru til og tróðu þistilinn undir fótum. Þú hefur slegið þá Edomiter og því stærist þitt hjarta? Halt þú heiðri þínum og sit heima. Eða því sækir þú eftir ólukku svo að þú fallir og Júda með þér?“

En Amasía hlýddi ekki þessum boðum. Svo fór Jóas Ísraelskóngur upp og þeir sáust, hann og Amasía Júdakóngur, í Bet Semes sem liggur í Júda. En Júda féll fyrir Ísrael svo að hver flýði til síns heimilis. Og Jóas Ísraelskóngur handtók Amasía Júdakóng, son Jóas, son Ahasie, í Bet Semes. [ Og hann kom til Jerúsalem og reif niður Jerúsalems múrveggi frá Efraímsporti og allt til hornhliðs, fjögur hundruð álna langt. Og hann tók allt gull og silfur og þau ker sem fundust í Drottins húsi og alla fésjóðu úr kóngsins herbergi. Hér með tók hann og hans börn í gísling og fór svo aftur í Samariam.

Hvað meira er að segja af Jóas, hvað hann gjörði og hver hans styrkur var og í hvern máta að hann stríddi í mót Amasía Júdakóngi, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Og Jóas sofnaði með sínum feðrum og var jarðaður í Samaria á meðal Israeliskónga. Og hans son Jeróbóam varð kóngur eftir hann.

Amasía, son Jóas, kóngur Júda, lifði eftir dauða Jóas, sonar Akas, Ísraelskóngs, fimmtán ár. Hvað meira er að segja af Amasía, það er skrifað í Júdakónga kroníku. Og þeir báru ráð saman í móti honum í Jerúsalem. En hann flýði til Lakís. Þá sendu þeir eftir honum til Lakís og drápu hann þar. [ Og þeir færðu hann á hestum og hann var greftraður í Jerúsalem hjá hans forfeðrum í Davíðsstað. Og allur Júdalýður tók Asaría til kóngs þá hann var sextán vetra gamall í staðinn síns föðurs Amasía. Hann byggði upp Elat og lagði hann aftur til Júda eftir það kóngurinn var sofnaður með sínum feðrum.

Á fimmtánda ári Amazie sonar Jóas kóngsins í Júda varð Jeróbóam son Jóas kóngur yfir Ísrael í Samaria eitt og fjörutígi ár. [ Og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði og lét ekki af öllum syndum Jeróbóam sonar Nebat hver að Ísrael kom til að syndgast. En hann vann aftur Ísraels landamerki frá Hemat og inn til hafsins sem að liggur við eyðimörku eftir Drottins Ísraels Guðs orði sem hann talaði fyrir sinn þénara Jóna spámann son Amitaí sem var af Gat Hefer. [ Því Drottinn leit til Israelis ánauðar vesaldar, að þeir inniluktu og fyrirlátnu í burtu voru og þar var enginn sem hjálpaði Ísrael. En Drottinn hafði ekki sagt að hann vildi eyðileggja Ísraels nafn undir himninum og því hjálpaði hann þeim fyrir Jeróbóam son Jóas. Hvað meira er að segja um Jeróbóam og allt það hann gjörði og hans hernaður og hvernin hann vann aftur Damscum og Hamt í Júda til Ísrael, sjá, það er skrifað í Ísraelskónga kroníku. Og Jeróbóam sofnaði með sínum feðrum Ísraelskóngum. Og hans son Sakaría varð kóngur í hans stað.