Og Kóra son Jesehar, sonar Kahat, sonar Leví, og Datan og Abíram synir Elíab, og Ón son Pelet sem var af sonum Rúben, þessir settu sig upp í mót Móse með nokkrum öðrum mönnum af Ísraelissonum, tvö hundruð og fimmtygi betur af þeim yppöstum meðal almúgans, ráðmenn og nafnkunnugir menn. [ Og þeir tóku sig saman í mót Móse og Aron og sögðu til þeirra: „Þið hafið ofmikið við, því sá almúgi er allur saman heilagur og Drottinn er á meðal þeirra. Því upphefi þér yður yfir Guðs almúga?“

Og þá Móses heyrði það féll hann fram á sitt andlit og sagði til Kóra og alls hans selskapar: „Á morgun skal drottinn sýna hvör hans er, hvör heilagur er og hvör honum skal offur færa. Hvörn hann útvelur, sá skal færa honum offur. Gjörið so: Takið yðar glóðarker, Kóra og allur hans selskapur, og leggið eld þar útí og leggið reykelsi þar á, á morgun fyrir Drottni, og hvörn Drottinn útvelur sá veri heilagur. Þér hafið ofmikið við, þér synir Leví.“

Og Móses sagði til Kóra: „Heyrið þó þér synir Leví: Þykir yður það svo lítils vert að Ísraels Guð hefur skilið yður frá Ísraels almúga að þér skuluð offra honum og að þér þjónið útí Drottins tjaldbúðar embætti og gangið fram fyrir almúganum og þjónið honum? Hann hefur meðtekið þig og alla þína bræður sonu Leví til sín. Og þér girnist nú og svo prestanna embættið. En þú og allur þinn selskapur gjörir einn mótblástur í móti Drottni. Hvað er Aron að þér möglið í móti honum?“

Og Móses sendi boð þangað og lét kalla Datan og Abíram sonu Elíab. En þeir svöruðu: „Eigi viljum við koma upp þangað. Er það svo lítið að þú hefur fært oss af því landi sem mjólk og hunang flýtur útí, til að slá oss í hel hér í eyðimörkunni? Þú vilt enn og svo drottna yfir oss. Hvörsu sýnlegaþá hefur þú færst oss inn í það land sem flýtur í mjólk og hunangi? Og gefið oss akra og víngarða til eignar? Viltu og slíta augun út á fólkinu. Ekki komum vér upp þangað.“

Þá varð Móses afar reiður og sagði til Drottins: „Snú þér ekki til þeirra matoffurs. Ég hefi ekki tekið einn asna frá þeim og öngvum hefi ég vont gjört á meðal þeirra.“ Og hann sagði til Kóra: „Þú og allur þinn selskapur skuluð vera á morgun fyrir Drottni, þú, þeir og so og Aron. So skal hvör af yður taka sitt glóðarker, það eru tvö hundruð og fimmtygu glóðarker.“ Og hvör tók sitt glóðarker og lögðu eld þar útí og reykelsi þar yfir og gengu fram fyrir vitnisburðarins tjaldbúðardyr og Móses svo og Aron. Og Kóra samansafnaði öllum almúganum í gegn þeim utan fyrir vitnisburðarins tjaldbúðardyrum.

Og Drottins dýrð opinberaðist fyrir öllum almúganum. Og Drottinn talaði við Mósen og Aron og sagði: „Skiljið yður frá þeim almúga so ég megi skyndilega eyðileggja hann.“ En þeir féllu fram á sínar ásjónur og sögðu: „Ó Guð, þú sem er eirn Guð andanna alls holds, þó að einn maður hafi syndgast viltu þar fyrir láta grimmd þína ganga yfir allan almúgann?“

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala til almúgans og segðu: Víkið frá tjöldum þeirra Kóra, Datan og Abíram, allt um kring.“ Og Móses stóð upp og gekk til Datan og Abíram og þeir inu elstu af Ísrael fylgdu honum eftir. Og hann talaði við söfnuðinn og sagði: „Víkið frá þessum óguðlegra manna tjöldum og snertið ekki neitt af því sem þeim heyrir til, svo þér skuluð ekki (ef ske mætti) fyrirfarast í þeirra syndum.“ Og þeir viku frá tjöldum Kóra, Datan og Abíram. En Datan og Abíram gengu út og stóðu í sínum tjalddyrum með sínum kvinnum, sonum og dætrum.

Og Móses sagði: „Þar af skulu þér merkja að Drottinn hefur sent mig, að ég skyldi gjöra öll þessi verk, en ekki af mínu hjarta. Sé það so að þessir deyi svo sem allir menn deyja eða sé þeirra heim vitjað so sem allra annarra manna verður vitjað, þá hefur ekki Drottinn útsent mig. [ En gjöri Drottinn nokkuð nýtt, so að jörðin uppláti sinn munn og uppsvelgi þá með öllu því sem þeir hafa, so að þeir fari lifandi ofan í helvíti, þá skulu þér vita að þessir menn hafa lastað Drottinn.“

Og þá hann hafði út talað öll þessi orð sprakk jörðin undir þeim og upplét sinn munn og uppsvelgdi þá með þeirra húsum og með öllum þeim mönnum sem voru með Kóra, með öllum þeirra fjárhlutum, og þeir fóru lifandi ofan í helvíti með öllu því sem þeim kom til og jörðin huldi þá og þeir fyrirfórust so frá almúganum. [ Og allt Ísraels fólk sem var í kringum þá flýðu fyrir þeirra háreysti, því þeir sögðu: „Látið Guð jörðina og ekki eirnin svelgja oss upp.“ Þar að auk fór og eirn eldur út frá Drottni og uppbrenndi þau tvö hundruð og fimmtygi manna sem offruðu reykelsi.

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Seg Eleasar syni Arons prests að hann taki glóðarkerin upp úr eldinum og dreifi eldinum hingað og þangað, því að glóðarker þessara syndugra eru helguð fyrir þeirra sálir, og þau skulu slást í breiðar skífur og hengjast í kringum altarið. Því þau eru offruð fyrir Drottni og heilög gjörð. Og þau skulu vera Ísraelssonum til eins teikns.

So tók presturinn Eleasar þau glóðarker af kopar sem þeir höfðu offrað með sem brunnu og sló þau út í skífur að hengja um altarið, Ísraelssonum til eirnrar minningar, að enginn framandi sem ekki er af Arons sæði skyldi ganga til að offra reykelsi fyrir Drottni, so að það gangi ekki þeim hinum sama so sem að gekk til með Kóra og hans selskap, sem Drottinn hafði sagt honum fyrir Mósen.

Annars dags eftir möglaði allur almúginn Ísraelssona í gegn Móse og Aron og sögðu: „Þér hafið slegið Drottins fólk í hel.“ Og þá almúginn samansafnaðist í móti Móse og Aron sneru þeir sér til vitnisburðarins tjaldbúðar og sjá, að skýið huldi hana og dýrð Drottins opinberaðist. En Móses og Aron gengu inn í vitnisburðarins tjaldbúð. Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Víkið frá þessum almúga. Ég vil hastarlega eyðileggja þá.“ Og þeir féllu fram á þeirra andlit.

Og Móses sagði til Arons: „Tak glóðarkerið og legg eld þar í af altarinu og legg reykelsi þar uppá og gakk þú fljótlega þangað til almúgans og bið fyrir þeim, því að þar er bræðin útgengin af Drottni og plágan er upphafin.“ [ Og Aron tók sem Móses hafði bífalað honum og hljóp mitt í millum almúgans (og sjá, þá var plágan uppkomin á meðal fólksins) og veifaði reykelsi og gjörði eina forlíkun fyrir fólkið og stóð í millum þeirra dauðu og hinna lifundu og so stilltist plágan. En þeir sem dóu í þeirri plágu voru fjórtán þúsundir og sjö hundruð, fyrir utan þá sem dóu með Kóra. Og Aron kom til Mósen aftur utan fyrir vitnisburðarins tjaldbúðardyrum og plágan stilltist.