CIX.

Sálmur Davíðs. Fyrir að syngja.

Guð minn lofstír, þegi þú ekki [

því að þeir hafa sína óguðlega munna í gegn mér upplokið og tala á móti mér með falsklegri tungu

og þeir tala eiturlegana á móti mér allavegana og stríða í gegn mér fyrir öngva sök.

Af því eg elska þá eru þeir á móti mér

en eg baðst fyrir.

Þeir auðsýna mér illt fyrir gott og hatur fyrir kærleika.

[ Settu óguðhræddan yfir hann og það andskotinn standi honum til hægri handar.

Þegar hans sök kemur fyrir dóm þá gangi hann fordæmdur út og verði hans bæn að synd.

Dagar hans verði fáir og hans embætti meðtaki einn annar.

Hans börn verði föðurlaus og hans húsfrú ein ekkja.

Hans börn rási vill vegar og þiggi ölmusu og fari þurfandi, líka sem þeir eð fordjarfaðir eru.

Okurkallinn útsugi allt hvað hann hefur og hinir annarlegu grípi hans auðæfi

og enginn sé sá eð honum auðsýni nokkurn velgjörning og eigi sé sá neinn eð miskunni hans föðurleysingjum.

Hans niðjar þá verði upprættir, þeirra nafn verði afskafið í annarri ættkvísl.

Misgjörðir hans forfeðra þá veðri í minni lagðar fyrir augliti Drottins og syndin hans móður afmáist ekki.

Drottinn hann forgleymi þeim aldrei og þeirra minning verði burtskafin af jörðu.

Þar fyrir að hann var so miskunnarlaus með öllu heldur ofsókn veitti þeim fátæka og volaða og hinum harmþrungna, að hann gæti honum í hel komið.

Og hann vildi bölvanina hafa, hún mun og yfir hann koma, blessunina þá vildi hann ekki fá, þar fyrir mun hún einnin honum mjög fjarlæg verða.

Og hann íklæddist bölvaninni so sem nærklæði sínu og hún er innrunnin í hans iður sem vatn og inn í hans bein sem annað viðsmjör.

Verði hún honum líka sem annað fat hverju hann íklæðist og svo sem það belti með hverju hann gyrðist alla tíma.

Þetta hið sama þá verði þeim af Drottni sem mér mótsnúnir eru og tala vondslega í gegn minni sálu.

En þú, Drottinn, Drottinn, vertu með mér fyrir þíns nafns sakir því að þín miskunnsemi er mín huggun, frelsa þú mig.

Því að eg em fátækur og fáráður, mitt hjarta er í sundurkramið í mér.

Eg líð í burt héðan so sem skuggi sá eð í burt víkur og eg verð burt rekinn so sem aðrar engisprettur.

Mín kné eru veik af föstu og mitt hold er magurt og hefur öngvan feitleika

og eg hlýt þeirra athlægi að vera, nær eð þeir sjá mig þá skaka þeir höfuð sín.

Veit mér hjástoð, Drottinn Guð minn, hjálpa mér eftir miskunnsemd þinni

svo að þeir formerki að það sé þín hönd, að þú, Drottinn, gjörir svoddan.

Bölvi þeir, þá blessa þú, setji þeir sig upp á móti mér þá láttu þá til skammar verða en þinn þjón hann gleðji sig.

Mínir mótstöðumenn verði með smán klæddir og sinni skömm íklæðist þeir svo sem öðrum kyrtli.

Mikillega vil eg Drottni þakka með mínum munni og prísa hann meðal margra

því að hinum fátæka stendur hann til hægri handar svo að hann frelsi hann í frá þeim sem hans líf vilja dæma.